Kynningarblogg

Hæææ!

Velkomin á síðuna mína.

Ég heiti Karen Friðriksdóttir og er 23 ára úr Reykjanesbæ.

image2

Ég er stúdent úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Útskrifuð sem naglafræðingur úr Naglaskóla Öllu og einnig er ég útskrifuð sem förðunarfræðingur úr Reykjavík Makeup School.

Ég vinn sem ferðaráðgjafi hjá Icelandair.


Ég á heima í Reykjanesbæ með foreldrum mínum, Ólöfu og Friðrik, og yngri bróðir mínum, Braga, og hundunum okkar tveim, Flugu og Perlu.

Einnig á ég þrjú eldri systkini. Solla systir og maðurinn hennar Höddi eiga þrjár dætur, Sóleyju, Ásdísi og Hrafnhildi. Sóley og ég erum ótrúlega góðar vinkonur. Matti bróðir og konan hans Lína eiga tvær dætur, Emmu og Matthildi, þau búa í Vancouver í Kanada. Stebbi og konan hans Johanna eiga tvíburastráka Emil og Jónas, þau búa í Helsinki í Finnlandi.


Kærastinn minn heitir Magnús og hann vinnur hjá bifvélaverkstæðinu Bílar&Hjól.

Hann keppir í rallý á sumrin og líklegast koma einhverjar færslur úr rallýferðalögum sem við förum í.

 


Svo er hann Þórir. Hann er partur af minni fjölskyldu og hefur alltaf verið. Hann er 12 ára og ég byrjaði að passa hann þegar hann var 1 árs. Við höfum alltaf verið í sambandi og í dag erum við bestu vinir og ferðumst saman.


 

Mín helstu áhugamál eru ferðalög, förðun, húðumhirða, útivera, fjölskylda og fl.

Á mínu bloggi fáiði að kynnast mér betur og það verður mikið af ferðabloggum þar sem ég er mjög dugleg að ferðast. Svo verður ýmislegt tengt snyrtivöruheiminum og lífinu sjálfu.

 

 

Karen Friðriks

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s