Tenerife 2017

Þessi færsla er ekki kostuð

Ég, Þórir og Bragi bróðir fórum saman til Tenerife síðasta sumar.  Við bókuðum ferðina í gegnum VITA í 10 nætur.Við fórum þann 12.júní 2017 og flugum með Primera Air. Þegar við lentum, tók fararstjóri á móti okkur. Við fórum með rútu frá flugvellinum uppá hótelið sem var innifalið hjá VITA.

Hótelið sem við vorum á heitir Family Garden Compostela Beach. Við völdum það vegna þess að við vildum ,,allt innifalið“ þjónustu. Hótelið var á æðislegum stað á Ameríkuströndinni. Allt var í göngufæri og ströndin innan við 5 mínútna labb. Á hótelinu var fjölbreyttur matur, drykkir, ís, ávextir og fleira. Það var alltaf hægt að finna sér eitthvað að borða eða narta í. Garðurinn á hótelinu var flottur með tveimur sundlaugum. Svo voru pool borð og leikvöllur fyrir börn. Starfsfólkið var æðislegt og herbergið okkar var mjög fínt. Við fengum íbúð með litlum eldúskrók og lítilli stofu með svölum með útsýni yfir garðinn.

Það er hægt að gera margt skemmtilegt á Tenerife. Ég ætla að nefna það, sem við gerðum í þessari ferð og setja myndir með.

 

Aqualand – Við eyddum heilum degi í Aqualand. Okkur fannst það æði. Aqualand er vatnsrennibrautagarður ásamt því að vera með höfrungasýningar. Svo var hægt að skrá sig í höfrungahitting. Þá fékk maður að snerta höfrungana og fá mynd með þeim. Það var nóg af rennibrautum og ýmislegt hægt að gera.

Freebird Catamaran – Sigling sem við fórum í. Þetta var þriggja tíma sigling, sem ég mæli mikið með. Við leigðum okkur púða sem kostaði 10 evrur aukalega, en það var alveg þess virði. Við gátum þá legið á púðanum og verið í sólbaði á meðan. Í þessari siglingu fær maður að sjá höfrunga og hvali í hafinu. Það er magnað að sjá það. Svo fær maður drykki og mat frítt. Eina sem þurfti að borga,var ís. Svo var spilað lög og sungið. Ótrúlega skemmtilegt. Í lokin fengu allir að fara í sjóinn að synda. Ég mæli mikið með að prófa Freebird Catamaran.

Monkey park – Okkur fannst rosalega gaman í apagarðinum. Við fengum að gefa öpunum að borða. Það voru allskonar tegundir af öpum. Svo voru fleiri dýr eins og naggrísir, eðlur og skjaldbökur. Það er mjög gaman að labba í gegnum þennan garð.

Siam park – Stórkostlegur vatnsrennibrautagarður. Hann er mun stærri og flottari heldur en Aqualand. En samt gaman að fara í báða. Það eru margar rennibrautir í Siam Park og einnig er útbúin strönd þar. Þar er hægt að slaka á í sólbaði á meðan krakkarnir leika sér í gervisjónum.  Ég mæli með að þið, sem farið í Siam Park, að kaupa ykkur ,,fast pass“. Þá fær maður að sleppa við raðirnar. Við gerðum þau mistök að kaupa ekki passann, og við þurftum stundum að bíða í röð í 1-2 tíma. Siam park hentar öllum, fullorðnum og börnum. Það er svo mikið rennibrautum og skemmtunum að maður fær valkvíða hvar maður á að byrja. Ég mæli svo sannarlega með að heimsækja þennan garð ef þið farið til Tenerife.

Loro parque – Dýragarður sem er hinum megin á eyjunni, en er samt þess virði að heimsækja. Það tekur um klukkutíma að fara með rútu þangað. Við eyddum heilum degi þar. Þetta er ótrúlega flottur og veglegur dýragarður. Það sem okkur fannst skemmtilegast við hann var það, að það voru allskonar sýningar. Eins og til dæmis var höfrungasýning, háhyrningasýning, sæljónasýning, páfagaukasýning og fleira. Það þurfti ekki að borga aukalega á þessar sýningar, þú einfaldlega kaupir miða inní garðinn og sýningarnar eru innifaldnar í miðanum, en þær eru allar á sérstökum tímum þannig það þarf að skipuleggja vel ef maður vill sjá allar sýningarnar. Ég mæli mikið með þessum garði.

Minigolf – Við fórum í minigolf sem er á ,,laugaveginum“. Það var mjög skemmtilegt.

Eins og ég sagði þá er ýmislegt hægt að gera á Tenerife. Við fórum til dæmis í dagsferð til Santa Cruz til að versla. Það tók um klukkutíma að fara með rútu þangað. Þar er hægt að gera góð kaup og eru búðir eins og Primark, H&M, Zara, Sephora og fleiri. Mæli með að kíkja í El Corte Inglés mollið. Ég mæli líka með að fara á markaðinn sem er í Los Christanos, stutt frá Ameríkuströndinni, hann er tvisvar í viku. Veitingastaðir sem ég mæli með, eru til dæmis Hard rock café og Mamma mia. Eins og ég sagði þá voru við með allt innifalið á hótelinu og fórum nánast ekkert út að borða nema á þessa tvo staði sem voru æði.

Ferðin stóðst algjörlega allar okkar væntingar og langar mig að hrósa VITA fyrir frábæra þjónustu. Þeir græjuðu miðana okkar í Siam Park og Loro Parque ásamt rútum til og frá stöðunum.

Í lokin ætla ég að setja nokkrar myndir.

Karen Friðriks

Ein athugasemd á “Tenerife 2017

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s