Glamglow – Supermud clearing treatment

Þessi færsla er ekki kostuð // Vöruna keypti ég sjálf

10652110-1824439484175698

Þessi maski er minn allra uppáhalds. Ég er búin að fara í gegnum 5 dollur af þessum, já 5 dollur! Að mínum mati er þetta besti hreinsimaskinn á markaðnum í dag.

Maskinn henntar olíukenndri húð, vandamála húð og venjulegri húð. Ef þú ert með mjög þurra húð þá er þessi maski of sterkur.

Hann vinnur á að minnka húðholur, minnkar bólur og kemur í veg fyrir olíumyndun. Einnig vinnur hann á inngróum hárum, örum og rauðum flekkum.

Þegar hann er settur á og er búin að vera með hann í ca 5 mín, þá er hann nánast allur þornaður og maður sér bókstaflega óhreinindin fara úr húðinni.

Eins og þið sjáið, þá sér maður óhreinindin fara úr húðinni.

Ég tek hann af þegar hann er alveg þornaður. Það þarf að passa að hafa hann ekki of lengi á húðinni vegna þess að hann er mjög sterkur. Ef þér byrjar að svíða, þá mæli ég með að taka hann af strax.

Eftir að ég tek maskann af mér, þá set ég yfirleitt rakamaska og sef með hann yfir nótt. Ég mæli með Drink up rakamaskanum frá Origins sem fæst í Hagkaup.

Húðin verður eins og ný þegar ég nota þetta combo. Glamglow supermud + Origins Drink up maskinn.

image8

Eins og ný með hreina húð. Ég verð alltaf smá rauð eftir maskann, sem er eðlilegt þar sem hann er sterkur.

Einnig nota ég maskann sem spot treatment fyrir bólur. Þá set ég bara smá á eyrnapinna, og beint á bóluna og sef síðan með það. Mér finnst það drepa úr bólgunni á bólunni, þótt hún fari kannski ekki alveg strax, þá hraðar það ferlinu að láta hana hverfa.

Glamglow maskinn fæst Hér.

Hárbandið sem ég er með fékk ég í Primark í Brighton.

Silki sloppurinn sem ég er í, keypti ég í Kaupmannahöfn í H&M.

 

 

 

 

Karen Friðriks

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s