Edinborg 2018

Þessi færsla er ekki kostuð

Ég og mamma skelltum okkur til Edinborgar 29. janúar 2018. Ég átti afmæli 27. janúar og mamma tók þá skyndiákvörðun að kaupa flug á afmælisdaginn minn og gefa mér ferðina í afmælisgjöf. Hún fékk flugið á frábæru verði þrátt fyrir að 2 dagar voru í brottför. Við flugum með WOWAIR.

Við fórum bara í stutta helgarferð til Edinborgar í 2 nætur. Við höfðum farið 4 sinnum áður til Glasgow, en okkur langaði svo að prófa Edinborg. Edinborg stóðst alveg okkar væntingar. Ekkert smá falleg borg, og svo er hægt að versla þarna og gera mjög góð kaup eins og í Glasgow.

Hótelið, sem við vorum á, heitir Old Waverly Hotel. Það var alveg niðrí bæ á Princes Street, sem er aðal verslunargatan. Hótelið er frekar gamaldags en samt mjög kósý. Við vorum með morgunmat innifalinn og var hann mjög góður og fjölbreyttur. Herbergið var rúmgott og kósý. Eini gallinn var að það var ekki mini fridge, sem mér finnst alveg möst. Það er svo gott að geta fengið sér kalda drykki uppá herbergi eftir langan dag.

old-waverley-review

Hér er mynd af hótelinu.

Eins og ég sagði, þá var þetta stutt helgarferð. Við lentum um 9/10 leitið um morguninn í Edinborg. Við tókum taxa uppá hótel og þeir geymdu töskurnar okkar þangað til við gátum checkað okkur inn, sem var kl 15. Við fórum svo og fengum okkur að borða og kíktum svo í búðir. Við vorum komin uppá herbergi um 16 leitið og chilluðum þangað til við fórum á Fridays. Eftir Fridays var klukkan að verða 20 og við sáum að Primark var opið til 22. Auðvitað kíktum við þar inn og gerðum góð kaup. Ég mæli með að fara svona seint í Primark því það voru svo fáir inní búðinni. Yfirleitt er búðin troðin af fólki á daginn.

Dagur tvö: Fórum af stað um 10 leitið og notuðum daginn í það að skoða borgina. Vá þetta er svo falleg borg. Við löbbuðum upp brekkuna í átt að kastalanum, og var útsýnið geggjað. Við tókum myndir og nutum þess að skoða borgina.

Við fórum síðan í búðir restina af deginum. Um kvöldið fórum við út að borða á Hard Rock og enduðum svo kvöldið á því að pakka öllu niður þar sem flugið okkar var snemma um morguninn, á sunnudeginum.

Okkur mömmu fannst Edinborg koma okkur rosalega á óvart. Við vorum báðar sammála því að Edinborg sé ekkert verri heldur en Glasgow. Við munum klárlega koma aftur þangað.

 

 

 

 

 

Karen Friðriks

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s