25 staðreyndir um mig!


Mig langar að deila með ykkur 25 staðreyndum um mig.

28166942_1841562342530186_2947115962715773645_n

 1. Ég er 23 ára gömul og hef aldrei flutt að heiman.
 2. Mamma mín er mín allra besta vinkona.
 3. Ég ferðast erlendis að meðaltali 5-8 sinnum á ári.
 4. Ég hef skipt um hárlit yfir 10 sinnum.
 5. Mér finnst hakk vont.
 6. Ég hef aldrei brotið í mér bein né látið sauma spor. (7,9,13)
 7. Ég kann ekki að elda.
 8. Ég er með ofnæmi fyrir Bláa Lóninu.
 9. Ég drekk ekki kaffi né te.
 10. Ég er mesti Friends aðdáandi sem fyrir finnst. Hef horft á seríurnar yfir 50 sinnum.
 11. Uppáhalds liturinn minn er bleikur.
 12. Ég safna snyrtivörum.
 13. Ég ELSKA að versla.
 14. Ég tók þátt í hljóðnemanum (undankeppni fyrir söngvakeppni framhaldsskólana) árið 2013.
 15. Uppáhalds maturinn minn er Mexikó kjúklinga lasagna.
 16. Mér finnst bjór og rauðvín ógeð.
 17. Mig langar mikið í tattoo en þori það ekki.
 18. Ég spyr ennþá mömmu og pabba ,,má ég“ eins og má ég fara út? Má ég kaupa mér subway? Má ég fara í bíó? Hahaha
 19. Ég hef ferðast alein til Glasgow.
 20. Ég þarf alltaf að nota google maps þegar ég er að keyra í Reykjavík.
 21. Þegar ég hnerra, þá hnerra ég að minnsta kosti 3 sinnum í röð.
 22. Ég borða mjög hægt.
 23. Ég er minnst af öllum systkinum mínum, þau eru öll yfir 1.80cm á meðan ég er 1.69cm.
 24. Ég og kærastinn minn erum svart&hvítt. Þú finnur ekki ólíkari manneskjur.
 25. Mér finnst gallabuxur mjög óþæginlegar, og ég skil ekki hvernig stelpur geta gengið í þeim allan daginn, alla daga.

Já, það er alltaf gaman að lesa staðreyndir um aðra. Mig langaði að gera þessa færslu, svo þið fáið að vita meira um mig. Hver veit nema ég geri aðra svona færslu seinna.

 

 

 

 

 

Karen Friðriks

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s