Vancouver 2017

Þessi færsla er ekki kostuð

Ég og Bragi bróðir fórum í vikuferð til Vancouver í Kanada 30. maí 2017. Þar heimsóttum við Matta bróðir og Línu konuna hans. Þau fluttu þangað í janúar 2017 með dætrum sínum, Emmu og Matthildi.

Við flugum með Icelandair, beint flug. Mér finnst frábært að Icelandair býður uppá beint flug til Vancouver. Flugið okkar var eftir hádegi, eða um 17 leitið og var í 7 og hálfan tíma. Þar sem það er mikill tímamismunur á Íslandi og Vancouver, 7 tímar, þá lentum við um 18 leitið í Vancouver. Matti bróðir og Matthildur sóttu okkur á flugvöllinn.

Við fórum heim til Matta og Línu. Húsið sem þau búa í, er á þremur hæðum og við Bragi fengum neðstu hæðina útaf fyrir okkur, sem var æði. Þau búa í átt að fjöllunum, og þegar maður keyrir upp götuna þeirra þá fær maður hellur í eyrun hehe. En þetta er æðislegur staður þar sem þau búa.

Það er ýmislegt hægt að gera í Vancouver. Ég ætla að nefna nokkra hluti sem við gerðum á þessari viku sem við vorum þar.

Matthildur er 5 ára og er í leikskólanum Little Star Montessori. Emma er 10 ára og skólinn sem hún er í, heitir Upper Lynn Elementary School. Við fórum á karnival í skólanum hennar Emmu. Það var skemmtilegt að fara á svona öðruvísi karnival. Það voru hoppukastalar, uppboð, matur, drykkir og fleira.

Við fórum í göngu í Lynn Valley suspension bridge. Það var magnað að labba í gegnum skóginn og sjá fossa, íkorna, risastór tré og fleira. Í skóginum er göngustígur og brýr og það var æðislegt að labba í gegnum hann og sjá allt. Eftir gönguna, keyrðum við ofar upp í eitt fjallið, og útsýnið var rugl. Við tókum myndir ásamt því að dást af þessu útsýni yfir Vancouver borg.

Ég og Bragi vorum ótrúlega heppin að fá að fara í heimsókn í vinnuna hennar Línu. Hún vinnur hjá EA, sem er tölvuleikjafyrirtæki. Þeir sjá t.d. um Fifa, Madden, Nhl, Nba og fleiri. Lína vinnur hjá FIFA deildinni. Hún tók mig og Braga í skoðunarferð um vinnustaðinn. Hann er mjög stór og það er nánast allt þar. Sem dæmi þá er fótboltavöllur, rækt, körfuboltavöllur, útsýnissvalir og fleira. Okkur fannst æði að fá að heimsækja vinnustaðinn hennar.

Við fórum í „roadtrip“ til Seattle USA. Það tók um 3 klukkutíma að keyra þangað. Við löbbuðum um miðbæ Seattle, kíktum á Space Needle, fórum á fyrsta Starbucks staðinn, fórum á markað og fleira.

3. júní átti Matthildur 5 ára afmæli. Það var bakað og haldin afmælisveisla fyrir skvísuna. Hún var í sæluvímu eftir daginn og hæstánægð með allar gjafirnar. Við Bragi kíktum í göngutúr seinna um daginn og löbbuðum í skóginum, sem er hjá húsinu. Það var mikið af fólki á fjallahjólum að hjóla upp og niður í skóginum.

Við tókum auðvitað einn verslunardag. Við gerðum mjög góð kaup í molli sem heitir Metropolis. Það er risastórt moll og eru búðir þar eins og Sephora, H&M, Bath and body works, Victoria Secret og fleiri.

Eitt kvöldið þá skelltum við okkur í bíó, ég, Matti og Bragi. Ég keyrði meira segja sjálf! Já, ég þorði að keyra í Kanada! Við fórum að sjá myndina Wonder Woman. Hún var mjög góð og ég mæli með henni. Það sem okkur Braga fannst skrýtnast við að fara í Kanadískt bíó, var að það var boðið uppá að fá bráðið smjör á poppið haha, hljómar ekki vel.

Síðasta daginn okkar, fórum við á ströndina. Við áttum flug kl 15:45 heim og við ákváðum að nýta síðustu tímana í að njóta á ströndinni og taka myndir. Ströndin heitir Kitsilano beach.

Þetta var hreint út sagt æðisleg ferð! Við ætlum aftur til Vancouver sem fyrst. Borgin kom okkur skemmtilega á óvart og er hún ótrúlega falleg. Myndirnar segja sitt. Ég vil enn og aftur þakka Matta og Línu fyrir okkur, þetta var æði.

Í lokin set ég inn nokkrar myndir.

 

 

 

 

Karen Friðriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s