Sephora pöntun á leiðinni!

Færslan er ekki kostuð // Vörurnar keypti ég sjálf

Ég ákvað að skella í eina Sephora pöntun, og láta senda hana til bróðir míns sem býr í Kanada. Sephora sendir því miður ekki til Íslands. Mamma og pabbi fara til Vancouver núna 27.mars, þannig ég ákvað að nýta það tækifæri. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég panta af síðunni þeirra, ég hef alltaf bara keypt í Sephora búðum erlendis.

Í þessari pöntun voru þessar vörur.

 

Milk Shake Blurring stick

41MNayF06wL._SY355_

Þessa vöru elska ég gjörsamlega. Ég keypti mér hana í október 2017 og nota hana á hverjum einasta degi. Þetta er primer sem fyllir í húðholur, fínar línur og skilur húðina eftir matta og mjúka. Formúlan er silicon frí og olíu frí og einnig er hún Vegan. Varan hentar öllum húðgerðum.

 

Hourglass Ambient Lighting Bronzer 

Hourglass-Ambient-Lighting-Bronzers-New-Shades

Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum bronzer. Ég prófaði hann hjá frænku minni og vá, hann er ótrúlega fallegur. Ég prófaði líka að nota hann sem augnskugga, til að fá smá skyggingu, og það kom fallega út. Hann er með fallegum ljóma, sem gefur náttúrulega og fallega áferð. Bronzerinn hentar öllum húðgerðum. Ég tók litinn Diffused Bronze Light.

 

Drunk Elephant – Hit it off duo

p422832-av-01-zoom

Ég get ekki beðið eftir að prófa Drunk Elephant vörurnar eftir að Þórunn Ívars og Alexsandra Bernharð byrjuðu að dásama þær.

Í þessari tvennu, sem ég pantaði, er hreinsir og rakakrem.

Jelly Cleanser – Hreinsar húðina vel og hindrar olíumyndun og hentar öllum húðgerðum.

Whipped Cream – Þeytt rakakrem, sem inniheldur sex mismunandi tegundir af olíum. Kremið hefur langvarandi áhrif. Hentar best fyrir þurra/venjulega húð.

 

Drunk Elephant Night Bright Duo

s1862457-main-Lhero_RoxTTMj.jpg.750x750_q85ss0_progressive

Í þessari tvennu er andlitsolía og næturserum.

Luxury Facial Oil – Andlitsolía, sem er full af andoxunarefnum, sem nærir, róar og endurnýjar húðina.

Night Serum – Serum, sem tekur í burtu allar dauðar húðfrumur.

Vörurnar virka best saman til að endurheimta heilbrigt útlit.

 

Anastasia Beverly Hills: Soft Glam Eyeshadow Palette

26068802_394166071006661_1864253069047365632_n

Vá, ég er svo spennt að prófa þessa. Þegar hún kom út þá kallaði hún á mig. Litirnir í henni er einmitt minn stíll. Ég á Modern Renaissance palletuna, og ég elska hana. Litirnir eru mjög góðir og litsterkir. Ég hlakka svo sannarlega til að fá Soft Glam til mín.

Ég er mjög spennt fyrir því að fá þessa pöntun frá Kanada, eftir páska, og prófa vörurnar.

 

 

 

 

Karen Friðriks

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s