Mom tag

Ég ákvað að spyrja mömmu svona ,,mom tag“ spurningar. Er búin að sjá svo mikið um spurningatags. Mig langaði að gera mömmu tag 🙂 Það var ótrúlega gaman að fá svör við þessum spurningum. Mömmu fannst yndislegt að svara þeim og við skemmtum okkur mjög vel. Ég mæli með að fleiri gera svona með mömmu sinni.

 

 1. Hvað varstu gömul þegar þú eignaðist þitt fyrsta barn? 28 ára.
 2. Þegar þú varðst ólétt af mér, hvað var það fyrsta sem þú hugsaðir? Ég var rosalega hissa og glöð á sama tíma.
 3. Hvaða einkenni kom fyrst í ljós þegar þú varðst ólétt? Verkir í móðurlífinu.
 4. Hvað var erfiðast við meðgönguna? Að þurfa vera rúmliggjandi síðustu 3 mánuðina.
 5. Hvað var það besta við meðgönguna? Mér fannst ég svo falleg fyrstu 6 mánuðina.
 6. Klukkan hvað fæddist ég og hvað var ég þung? Þú fæddist kl 00:19 þann 27.janúar 1995 og varðst 4300gr.
 7. Hvaða ráð myndiru gefa til þeirra sem eru óléttar? Njóta þess á meðan þær hafa heilsu.
 8. Hvað er það erfiðasta við að vera móðir? Þegar börnin hlýða ekki.
 9. Hvað er það besta við að vera móðir? Það er svo ólýsanlega mikil ást og að fá ástina til baka frá börnunum.
 10. Fórnaðiru einhverju eftir að þú áttir mig? Nei.
 11. Hvað kom mest á óvart eftir að þú varðst móðir? Hvað hægt er að elska eina manneskju mikið.
 12. Hver er besta minningin okkar? Allar utanlandsferðirnar okkar.
 13. Afhverju skírðuð þið mig Karen? Af því að við pabbi skrifuðum á sitthvorn miðann 10 nöfn, og svissuðum og strokuðum yfir öll nema eitt sem var Karen.
 14. Hvað var fyrsta orðið mitt sem barn? Ég man það ekki.
 15. Hvað er það hræðilegasta sem ég hef gert? Að hafa logið af mér þegar þú varst 17 ára, nýkomin með bílpróf.
 16. Hvaða áfangi hjá mér var mest spennandi? Fermingin.
 17. Hvaða vana óskaru að ég hefði ekki? Að ganga ekki frá eftir þig.
 18. Hvaða vana elskaru sem ég hef? Þegar þú kemur uppí rúm til mín á morgnanna til að spjalla.
 19. Áttu eitthvað sameiginlegt með mér? Já, við erum báðar ferðafíklar.
 20. Hvar sérðu mig eftir 10 ár? Gift, tveggja barna móðir með tvo hunda, í vel launuðu starfi.
 21. Hvað finnst þér, þú hafa lært eftir að hafa átt mig? Hvað það er dýrmætt að eiga svona fallegt samband við dóttur sína.
 22. Lýstu mér í þremur orðum? Þú ert ábyrg, einstök og stórkostleg.
 23. Hvernig hefur þú breyst sem manneskja, eftir að hafa átt mig? Ég varð ábyrgari, duglegri og jákvæðari.
 24. Lýstu móðurást í einni setningu? Ég geri allt fyrir þig eins og ég get.
 25. Fannst þér erfitt að svara þessum spurningum? Nei, alls ekki.

Mamma, þú ert best og ég elska þig mest!

 

 

 

 

Karen Friðriks

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s