Uppáhalds í mars

Þessi færsla er ekki kostuð // Ég keypti mér þessar vörur sjálf

Mig langar að deila með ykkur mínum uppáhalds vörum í mars. Þetta eru allt vörur sem ég nota daglega og er mjög ánægð með.

 

Skyn Iceland – The Antidote Cooling Daily Lotion

1182459-skyn-iceland-moisturizers-the-antidote-cooling-daily-lotion-52ml

 

Ég keypti mér þetta krem í byrjun mars og ég elska það. Ég nota það á hverjum degi. Þetta er létt rakakrem sem kælir, alveg fullkomið þegar ég þarf að vakna 4:15 til að mæta í vinnu. Mér finnst það vekja húðina svona snemma á morgnanna. Kremið hentar öllum húðgerðum. Það fæst HÉR á Beautybox.is og HÉR á Nola.is.

 

BECCA – First Light Priming Filter Face Primer

DP0111201717285843M

 

Þessi andlitsprimer (farðagrunnur) er búinn að vera í uppáhaldi hjá mér síðustu tvo mánuði. Ég nota hann á hverjum einasta degi. Hann vekur upp húðina og birtir til ásamt því að jafna misfellur í húðinni. Hann skilur húðina eftir vakandi, ferska og endurnærða. Formúlan er ótrúlega létt og kælandi. Ég er á öðru glasinu á þessum og get ekki mælt meira með honum. Andlitsprimerinn fæst í Hagkaup og HÉR inná Daría.is.

 

L’Oréal Paradise Excotic maskari

10142512

Þessi maskari kom mér svo sannarlega á óvart. Ég var ekki viss um að líka við hann vegna þess að ég hef bara notað maskara með gúmmígreiðu. En hann er bara orðinn uppáhalds núna. Hann er með kremkenndri áferð og þykkir augnhárin. Mér finnst hann lengja þau líka í leiðinni. Maskarinn fæst í Hagkaup, Lyfju og HÉR á Heimkaup.is.

 

BECCA – Under Eye Brightening Corrector

UK200014304_BECCA

Auðvitað er þessi vara á listanum. Þessi vara litaleiðréttir, felur dökka bauga, jafnar út húðlit og birtir til hjá augnsvæðinu. Ég nota hana á hverjum morgni til að fela bauga. Ég skrifaði ítarlega færslu um hana HÉR með fyrir/eftir myndum. Hún fæst í Hagkaup og HÉR inná Daría.is.

 

Mac – Fix Plus Coconut

237298134

Ég hef notað Original Fix plus í mörg ár. Ég var mjög spennt þegar Coconut kom út. Lyktin er himnesk og ég elska að spreyja þessu á mig. Fix plus er rakasprey sem kemur í veg fyrir púðuráferð. Mér finnst förðunin alltaf fallegri eftir að ég spreyja því á mig. Fix plus fæst í Mac í Kringlunni eða Smáralind.

 

Milk Shake – Silver shine shampoo og froða

milkshake-silver-bakim-seti-sampuan-300ml-kopuk-200ml__1236809830294636

Þetta combo er svo mikil snilld. Eftir að ég litaði hárið ljóst, þá fæ ég stundum gulan tón í hárið. Þessi tvenna er algjörlega búin að bjarga því fyrir mig. Svo er sjampóið mjög gott að mínum mati og lyktin af froðunni er guðdómsleg. Hárið mitt ilmar svo vel eftir að hafa notað bæði sjampóið og froðuna. Ég mæli svo sannarlega með þessari tvennu fyrir ykkur sem eruð ljóshærðar. Fæst á helstu hárgreiðslustofum og t.d. HÉR á Sápa.is.

 

Skyn Iceland – Nordic Skin Peel

sky020_skyniceland_nordicskinpeel_1_1560x1960-ds1ar

Þessi vara er algjör snilld. Ég nota hana á hverju kvöldi. Þetta eru bómullarskífur með ávaxtasýrum í, sem hjálpa við endurnýjun húðarinnar ásamt því að skrúbba hana léttlega. Mér finnst húðin mín svo fersk og hrein eftir þær. Ég mæli mikið með. Fæst HÉR á Beautybox.is og HÉR á Nola.is.

 

 

 

 

Karen Friðriks

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s