Kaupmannahöfn 2016

Þessi færsla er ekki kostuð

Ég, Þórir og Bragi bróðir fórum í nokkra daga til Kaupmannahafnar í ágúst 2016. Það er eitt og hálft ár síðan, en mig langar samt að segja ykkur frá þessari ferð, því við gerðum svo margt skemmtilegt.

Við flugum með WOWAIR morguninn 22.ágúst. Hótelið, sem við gistum á, var aðeins í þriggja km fjarlægð frá flugvellinum. Við lentum um hádegið, og ákváðum við að labba uppá hótel. Okkur fannst æðislegt að labba þessa leið og sjá Amager hverfið í Kaupmannahöfn. Húsin eru svo krúttleg og skemmtileg. Við töluðum meira segja um að okkur langaði til að búa þarna.

Hótelið sem við vorum á heitir Copenhagen Go Hotel. Við völdum það vegna þess að það var ódýrt. En gallinn er að það er langt frá miðborginni. Við tókum því strætó niður í miðbæ.

258226_15070313460031633288
Hér er mynd af hótelinu

Dagur eitt – Fyrsta daginn tókum við rólega. Við skiluðum töskunum uppá hótel, og tókum svo strætó niður í bæ. Við skoðuðum okkur um og kíktum í nokkrar búðir.

Dagur tvö – Við byrjuðum daginn á því að fara í Copenhagen Zoo. Dýragarðurinn er mjög flottur og veglegur og það var ótrúlega gaman að labba í gegnum hann. Við tókum síðan leigubíl niður að Nýhöfn og fórum í bátsferð þaðan. Við vorum í klukkutíma ferð og það var æðislegt. Við enduðum svo daginn á að labba á Strikið og við versluðum soldið þar.

Dagur þrjú – Við tókum strætó niður í bæ og fengum okkur morgunmat á Starbucks. Við löbbuðum svo í Tivoli og eyddum öllum deginum þar. Við vorum með armbönd sem gilda í öll tæki og við nýttum okkur það og fórum í nánast öll tækin og skemmtum okkur konungslega. Það er alltaf hægt að finna eitthvað fyrir alla í Tivoli. Við enduðum svo kvöldið á að borða á ítölskum veitingastað í Tivoli og pizzur urðu fyrir valinu.

 

Dagur fjögur – Við byrjuðum daginn á því að fara á strönd sem var nálægt okkur. Við vorum heppin með veður og var hitinn alveg yfir 20°c. Við lágum í sólbaði og lékum okkur í sjónum. Einnig var hægt að labba meðfram bryggju og hoppa af stökkpalli. Ströndin heitir Amagerstrand og er í sama hverfi og hótelið. Við nýttum síðan restina af deginum í að versla smá.

Við fórum svo uppá hótel og pökkuðum niður þar sem flugið heim var snemma morguninn eftir.

Þetta var alveg æðisleg ferð og það er margt og mikið hægt að gera í Kaupmannahöfn.

Í lokin ætla ég að setja inn fleiri myndir.

 

 

 

Karen Friðriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s