NEW IN // SEPHORA

Þessi færsla er ekki kostuð // Ég keypti mér allar vörur sjálf

blogg

Eins og ég sagði ykkur frá HÉR, þá pantaði ég mér nokkrar snyrtivörur á Sephora um daginn og lét senda til bróðir míns, sem býr úti í Kanada. Mamma og pabbi komu heim frá Kanada í vikunni og fékk ég pakkann, loksins. Mamma keypti auðvitað fleiri snyrtivörur fyrir mig og langaði mig að deila þeim með ykkur.

 

Anastasia Beverly Hills – Amrezy Highlighter

Ég var svo glöð að fá þennan. Hann er búinn að vera á óskalistanum síðan hann kom út. Ég er búin að nota hann á hverjum degi eftir að ég fékk hann. Ótrúlega fallegur! Það gleður mig að segja ykkur að hann mun fást HÉR og í verslun hjá Nola í næstu viku!

 

Benefit Cosmetics – Roller lash mascara

Þennan maskara elska ég. Ég er búin að fara í gegnum einn og varð að fylla á. Hann er með gúmmígreiðu. Hann lengir augnhárin vel, og er ótrúlega fallegur á augunum. Hann er mjög náttúrulegur og það koma engar klessur. Maskarinn fæst því miður ekki á Íslandi en hann fæst HÉR á Asos.

 

Urban Decay – Heavy Metal Glitter Eyeliner

Loksins fékk ég þennan glitter eyeliner. Ég var búin að leita og leita endalaust af honum, en hann var alltaf uppseldur. Ég fékk litinn Midnight Cowboy, sem er fallegur gylltur beige litur. Urban Decay fæst í Hagkaup.

 

Nars – Creamy Concealer

Þennan hyljara hef ég átt áður, og ef ég verð alveg hreinskilin, þá fílaði ég hann ekki til að byrja með. Ég þurfti að læra að elska hann. Fyrst fannst mér hann of þykkur og ég gaf honum ekki nógu mikinn séns. Svo ákvað ég að byrja nota hann á hverjum degi, og ég elska hann í dag! Þekjan er mjög góð og hann crease-ast ekki. Ég tók litinn Vanilla. Því miður fæst hann ekki á Íslandi, en hægt er að panta hann HÉR á Asos.

 

Kat Von D – Tattoo liner

Þessi eyeliner er búinn að vera á óskalistanum lengi. Hann er vatnsheldur og burstin er ótrúlega fíngerður og mjór. Ég hlakka mikið til að prófa hann. Hann fæst því miður ekki á Íslandi. Fæst HÉR hjá Sephora.

 

Urban Decay – Optical Illusion Complexion primer

Ég er ótrúlega spennt að prófa þennan andlitsprimer. Hann kemur í veg fyrir fínar línur og húðholur. Hann skilur húðina eftir silkimjúka. Þegar ég fór til London í fyrra, þá keypti vinkona mín þennan primer og ég prófaði á hendina, og vá, maður verður svo mjúkur. Urban Decay fæst í Hagkaup.

 

Anastasia Beverly Hills – Brow Definer

Ef þú hefur ekki prófað Brow Definer, þá verðuru að prófa. Ég get ekki talið hversu marga ég hef keypt. Ég nota þessa vöru á hverjum einasta degi. Ég nota litinn Chocolate. Það er svo auðvelt að vinna með hann og burstinn er æðislegur. Ég mæli mikið með. Brow Definer fæst HÉR og í búðinni hjá Nola.

 

Beauty Blender Pro

Mig vantaði nýjan beauty blender. Hann er alveg ómissandi í mína förðunarrútínu. Persónulega finnst mér svarti svampurinn henta mér best. Beautyblender fæst HÉR á Beautybox.is og HÉR á Fotia.is.

 

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s