Eurovision 2018 // Top 15

Þessi færsla er ekki kostuð

Nú styttist óðum í Eurovision 2018. Fyrri undankeppnin er 8. maí og sú seinni er 10. maí. Svo er aðalkeppnin þann 12. maí.

Ég er rosalega mikill Eurovisionnörd og þetta er einn af skemmtilegustu viðburðum ársins. Ég stúdera alltaf öll lög og hlusta margoft á þau sem mér finnst best.

Ég ætla að deila með ykkur mínum uppáhalds lögum úr keppninni og ég vona að öll þessi lög verði í aðalkeppninni á laugardeginum 12.maí.

 

Ísland

Ari Ólafsson – Our Choice

ma_20180118_002007

Mér finnst íslenska lagið mjög flott. Lagið er samið af Þórunni Ernu Clausen. Ari er auðvitað stórkostlegur söngvari og ég veit að hann mun standa sig frábærlega. Ari er einungis 19 ára og það má segja að hann eigi framtíðina svo sannarlega fyrir sér. Ég mæli með að þið fylgið honum á Instagram. Hann er mjög duglegur að sýna frá Eurovision undirbúningnum og það er mjög gaman að fylgjast með honum. Þið getið fylgt honum HÉR.

 

Svíþjóð

Benjamin Ingrosso – Dance You Off

benjamin-ingrosso

Ég fylgdist með sænsku undankeppninni fyrir Eurovision (Melodifestivalen) og fannst mér Benjamin áberandi bestur. Lagið er nútímalegt og mjög grípandi danslag. Benjamin er 20 ára söngvari og lagahöfundur frá Svíþjóð.

 

Ástralía

Jessica Mauboy – We Got Love

live-tour-banner-i2-740x370

Frá því að Ástralía fékk að vera með í Eurovision, þá finnst mér þeir alltaf koma með sterkt lag í keppnina. Lagið frá þeim í ár, er ótrúlega flott! Jessica er 28 ára söngkona, lagahöfundur og leikona frá Ástralíu.

 

Frakkland

Madame Monsieur – Mercy

Madame-Monsieur

Það er eitthvað við þetta lag frá Frakklandi sem ég elska. Það er svo “þæginlegt“ í spilun, ef þið fattið hvað ég meina. Lagið er sungið á frönsku. Madame Monsieur er frönsk dúettsveit sem samanstendur af þeim Émilie Satt og Jean-Karl Lucas.

 

Ísrael

Netta – Toy

israel-netta

Ef þið hafið ekki heyrt þetta lag, þá verðið þið að hlusta á það og gefa því séns. Þetta er mjög fyndið og skemmtilegt lag. Ég kalla það hænulagið hehe. En það er mjög flott og ég er viss um að það kemst í top 10. Veðbankar spá Ísrael í 1.sæti, en það kemur í ljós. Netta er 25 ára söngkona frá Ísrael.

 

Noregur

Alexander Rybak – That’s How You Write A Song

maxresdefault

Lagið frá Noregi í ár, er öðruvísi og flott. Það ættu nú allir að kannast við Alexander Rybak, en hann sigraði Eurovision árið 2009 með laginu Fairytale. Alexander er 31 árs söngvari, lagahöfundur og leikari frá Noregi.

 

Tékkland

Mikolas Josef – Lie To Me

Mikolas-Josef-e1521209032919

Lagið frá Tékklandi í ár er mjög flott. Það er nútímalegt og grípandi. Alltaf þegar ég hlusta á það, þá fæ ég það á heilann. Mikolas er 22 ára söngvari, lagahöfundur og módel frá Tékklandi.

 

Kýpur

Eleni Foureira – Fuego

eleni-foureira

Lagið frá Kýpur er endalaust á repeat hjá mér. Ég alveg elska það! Eleni er 31 árs, grísk söngkona, leikona, dansari og fatahönnuður.

 

Danmörk

Rasmussen – Higher Ground

Rasmussen-e1518261819882

Ég kalla þetta víkingalagið. Atriðið er mjög víkingalegt og Rasmussen sjálfur líka. Mér finnst það mjög flott. Rasmussen er 32 ára söngvari og leikari frá Danmörku.

 

Búlgaría

Equinox – Bones

equinox

Búlgaría er oft með ótrúlega flott lög. Lagið í ár, er sterkt og kraftmikið. Það mun komast langt í keppninni í ár. Equinox er fimm manna hljómsveit frá Búlgaríu.

 

Azerbaijan

Aisel – X My Heart

AISEL

Lagið frá Azerbaijan er mjög flott. Það er grípandi og Eurovisionlegt. Aisel er 28 ára söngkona frá Azerbaijan.

 

Þýskaland

Michael Schulte – You Let Me Walk Alone

michael-schulte

Lagið frá Þýskalandi er í rólegri kantinum. Mér finnst það ótrúlega flott. Hann er líka með svo notalega rödd. Hann minnir mig smá á Ed Sheeran. Michael er 27 ára söngvari og lagahöfundur frá Þýskalandi.

 

Grikkland

Yianna Terzi – Oniro Mou

Yianna-Greece-2018

Lagið frá Grikklandi í ár er sérstakt en mjög flott. Lagið er sungið á grísku. Yianna er 37 ára söngkona og lagahöfundur frá Grikklandi.

 

Austurríki

Cesár Sampson – Nobody But You

cesar-sampson-austria-2018-nobody-but-you

Þetta lag er mjög flott. Það er grípandi og ég fer að raula með þegar ég hlusta á það. Mér finnst líka geggjað að hafa gospel kór sem bakraddir. Cesár 34 ára söngvari, lagahöfundur og módel frá Austurríki.

 

Belgía

Sennek – A Matter Of Time

Sennek 6

Ég viðurkenni að þegar ég hlustaði í fyrsta skiptið á lagið frá Belgíu, þá fílaði ég það ekki. En eftir að hafa hlustað á það oftar, þá er ég að fíla það betur og betur. Mér finnst það alltaf verða flottara því oftar sem ég hlusta á það. Sennek 27 ára söngkona og lagahöfundur frá Belgíu.

 

 

 

 

 

Þangað til næst!

Karen Friðriks

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s