Liverpool fótboltaferð 2018

Þessi færsla er ekki kostuð

Ég og Þórir fórum til Liverpool í fótboltaferð 2.mars síðastliðinn í 3 nætur.

Ferðin var á vegum VITA og get ég ekki mælt með betri ferðaskrifstofu. Allt var skipulagt og fararstjórinn okkar hann Ingi Björn Ágústsson var frábær.

Flugið okkar var 2.mars kl 8:00 með Icelandair. Við flugum til Manchester og fórum síðan í rútu í ca 50 mín til Liverpool. Rútuferðir fram og til baka var innifalið hjá VITA.

Hótelið sem við vorum á heitir Jurys inn Liverpool. Það var á frábærum stað við höfnina og miðbærinn í göngufæri, ca 5 mínútna labb. Herbergið okkar var rúmgott með flottu útsýni á Liverpool hjólið. Það var enginn minifridge á herberginu, sem mér finnst vera galli. En við redduðum okkur með því að fara á barinn og fá fötu með klaka í, til að kæla drykkina okkar. Við vorum með morgunmat innifalinn og hann var fjölbreyttur og góður. Hægt var að fá sér english breakfast, smoothies, morgunkorn, ristað brauð, ávexti og allt mögulegt.

Við skráðum okkur svo í skoðunarferð um Anfield völl sem VITA sá um. Það var alveg þess virði. Ótrúlega gaman að fá að skoða völlinn. Skoðunarferðin tók um 2 klukkutíma og eftir hana fórum við í Liverpool búðina sem er hjá Anfield. Hún er risastór, og það er bókstaflega hægt að fá allt með Liverpool merkinu á.

Á laugardeginum var leikurinn Liverpool – New Castle. Leikurinn byrjaði kl 17:30, þannig við ákváðum að byrja daginn snemma og labba niðrí bæ. Við versluðum smá og vorum komin uppá hótel um 14:00 leitið. Við fórum í hlýrri föt og tókum teppi og nesti með okkur. Tókum síðan leigubíl uppá Anfield völl sem kostaði um 9 pund. Við vorum mætt tímanlega og gátum slakað aðeins á, áður en leikurinn byrjaði.

Við vorum í Code Lounge, sem var mjög góður staður. Það var hægt að fara inn og fá sér að drekka og fá sér snarl. Áður en leikurinn byrjaði var spilað tónlist og það var mikið fjör. Leikurinn byrjaði svo á réttum tíma, og Liverpool vann 2-0. Það var ólýsanleg tilfinning þegar mörkin voru sett. Þvílík og önnur eins stemming.

Ef þið eruð á leiðinni á leik, þá mæli ég með að vera vel klæddur, með húfu og vettlinga, og með teppi. Teppið bjargaði okkur á leiknum.

Eftir leikinn reyndum við að koma okkur út eins fljótt og við gátum. Við vorum ótrúlega heppin að hafa fengið leigubíl strax. Við löbbuðum í nokkrar mínútur og fengum svo leigubíl. Við vorum komin uppá hótel um 21 leitið. Þetta var langur og skemmtilegur dagur, og við ákváðum að panta okkur pizzu á Dominos og fá sent uppá herbergi. Það var ekkert mál og fengum við pizzuna á innan við 30 mínútum.

Við fórum snemma í háttinn þennan dag, enda vorum við í sigurvímu eftir leikinn. Við áttum síðan sunnudaginn sem frídag og við nýttum hann í að skoða borgina, versla og njóta. Það er mjög fínt að versla í Liverpool. Til dæmis eru búðir eins og H&M, Primark, Liverpool búðin, Next, Tk max, Victoria secret og fl.

Þegar klukkan var um 16 leitið, fórum við að skila pokunum uppá hótel. Svo fórum við í Liverpool hjólið, sem var geggjað. Æðislegt útsýni yfir borgina.

Við enduðum kvöldið á að fara út að borða á Fridays. Við pöntuðum borð, bara til að vera örugg með að fá borð. Það er mikið að gera þar á kvöldin, og getur verið að það þurfi að bíða í 30-40 mín eftir borði.

Flugið okkar heim var svo 5.mars kl 12:25 frá Manchester.

Þetta er í annað skipti sem ég bóka ferð í gegnum VITA, ég er alltaf sátt og sæl eftir ferðirnar sem þeir bjóða uppá.

Í lokin koma nokkrar myndir.

Takk fyrir að lesa.

 

 

 

 

Þangað til næst!

Karen Friðriks

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s