MUDDY BODY ÞRENNA

Þessi færsla er ekki kostuð // Ég fékk vörurnar að gjöf

Ég ætla að deila með ykkur æðislegri þrennu sem ég hef verið að nota síðustu vikur. Þetta eru allt vörur frá Muddy Body. Vörurnar frá Muddy Body eru 100% náttúrulegar og í þeim er einungis náttúruleg og lífræn efni. Einnig eru þær allar vegan.

image1

Clean Skin Cleanser All In 1 – Æðislegur hreinsir, sem hreinsar allan farða af húðinni ásamt því að endurnæra hana. Ég nota þennan með Clarisonic burstanum mínum og það er mjög góð mintu lykt af honum. Hreinsirinn inniheldur avókadó olíu, argan olíu, kókos olíu og virkjandi kol.

image4

Detox Clay Mask – Djúphreinsandi maski í duftformi. Þú tekur eina teskeið og blandar í smá vatn. Kosturinn við maska í duftformi er að þeir endast mun betur. Þessi maski minnkar húðholur, losar húðina við óhreinindi, eiturefni og bakteríur. Einnig vinnur hann á móti fílapenslum og bólum. Ég er búin að vera nota maskann einu sinni í viku, og ég finn mikin mun á húðinni.

image3

Muddy Glow Skin Perfecting Elixir – Þessi dásamlega andlitsolía inniheldur 24 karata gullflögur. Hún er einnig rík af Omega 3 og 6. Olían nærir húðina ótrúlega vel og ég nota hana á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa. Ég fæ alltaf þurrkubletti á augnlokin, en eftir að ég byrjaði að nota olíuna þá hef ég ekki orðið vör við þá. Ég mæli mikið með þessari andlitsolíu, hún hentar öllum húðgerðum og mæli ég sérstaklega með henni fyrir ykkur, sem eruð með mjög þurra húð eða eruð að berjast við þurrkubletti.

image2

Muddy Body vörurnar fást í Daríu HÉR og einnig í versluninni á Hafnagötu 29 í Reykjanesbæ.

Það er tilboð á þrennunni HÉR.

Ég mæli með þessum vörum!

 

Karen Friðriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s