Kaupmannahöfn 2018

Þessi færsla er ekki kostuð

Við frænkurnar fórum saman til Kaupmannahafnar í þrjár nætur, 22.febrúar 2018. Ég gaf Sóley Birtu þessa ferð í jólagjöf. Við flugum með WOWAIR eldsnemma um morguninn og lentum í Kaupmannahöfn á fimmtudeginum um 10 leitið og tókum leigubíl uppá hótel.

Hótelið, sem við vorum á heitir Andersen Boutique Hotel. Þetta er örugglega krúttlegasta hótel sem ég hef verið á. Allt er svo litríkt og herbergin mjög flott.

fimage10
Hér er mynd af hótelinu

Þegar við komum á hótelið, þá var ekki búið að opna fyrir innritun. Þeir geymdu töskurnar okkar og við fórum að versla á meðan. Við vorum heppnar með veður, sluppum alveg við rigningu, en það var soldið kalt.

Eftir að hafa verslað smá, þá fórum við upp á hótel um þrjú leitið og gátum þá innritað okkur. Við fengum herbergi á 5.hæð og var það með bleikt þema. Rúmin voru þæginleg og sængurnar ótrúlega hlýjar og kósý. Okkur langaði helst að taka sængurnar með okkur heim. Svo var minifridge í herberginu og það fannst okkur æðislegt. Við gátum þá verið með drykki og ávexti í kæli. Hótelið bauð uppá snarl og vatn gegn gjaldi. Það var svo fyllt á það, á hverjum degi. Hótelið er á æðislegum stað og allt í göngufæri. Við þurftum aldrei að taka leigubíl nema þegar við fórum uppá flugvöll.

Um kvöldið, borðuðum við á Vapaino, sem er æðislegur staður. Þar er hægt að fá pizzur, pasta, salat og lasanja.

Við notuðum föstudaginn til að labba Strikið, skoða og versla. Dagurinn var mjög fljótur að líða, enda flýgur tíminn áfram þegar það er gaman. Við áttum svo pantað borð á Hard Rock um kvöldið. Maturinn var geggjaður. Ég mæli með að panta borð á föstudagskvöldi, svo maður þurfi ekki að bíða í 40 mínútur eftir borði.

Á laugardeginum fórum við í Tivoli. Núna í febrúar var nýlega byrjað að hafa vetraropnun í Tivoli. Garðurinn var með vetrarþema, og það var mjög gaman að labba í gegnum hann. Flest tæki voru lokuð, en 5 tæki opin. Einn rússíbani var opinn, og auðvitað fórum við í hann 4 sinnum. Við borðuðum svo á Vapaino um hádegið. Já, við fórum tvisvar á þennan stað, enda er hann geggjaður.

Um kvöldið áttum við pantað borð á Jensen Böfhus, sem er steikhús. Þessi staður var frábær. Systir mín hún Solla og Höddi, maðurinn hennar, höfðu mælt með þessum stað. Hann stóðst undir væntingum og maturinn var æði.

Eftir öll kvöldin okkar útí Köben, fórum við uppá herbergi að horfa á Bachelor. Það var okkar stelpudjamm. Liggja uppí rúmi og horfa á Bachelor. Þið Bachelor aðdáendur skiljið mig.

Á sunnudeginum, áttum við flug snemma heim. Þetta var alveg æðisleg stelpuferð og ég hlakka til að fara aftur til Kaupmannahafnar. Mér finnst alltaf gaman að kíkja þangað. Þetta er svo yndisleg borg og manni líður vel þar.

Í lokin koma nokkrar myndir.

 

Karen Friðriks

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s