Maskarútínan mín

Þessi færsla er ekki kostuð // Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

Ég ætla að deila með ykkur maskarútínunni minni.

Þegar mig langar að gera vel við húðina mína og dekra við hana þá nota ég þessa maskarútínu.

Það er mikilvægt að hugsa vel um húðina sína og taka einstaka sinnum svona maskadekurkvöld.

image1 22.12.06

Ég byrja á því að strjúka yfir andlitið með andlitsblauttusku og tek allan maskara af.

Því næst nota ég hreinsir frá *Muddy Body sem ég hef verið að nota undanfarið og líkar mjög vel. Hann tekur allt af húðinni og skilur hana eftir silkimjúka. Ég nota hann með Clarasonic hreinsiburstanum mínum. Hreinsirinn fæst HÉR og Clarasonic fæst í Hagkaup Kringlunni og Smáralind.

Næst skrúbba ég húðina. Það er mikilvægt að nota skrúbb áður en maskinn er settur á. Hann opnar húðina og undirbýr hana. Ég nota skrúbb frá ST Ives en ég hef notað hann í nokkur ár. Ég hef alltaf keypt þá erlendis en mér skilst að ST Ives vörur fáist í Costco.

Svo er maskinn settur á. Ég byrja á því að nota djúphreinsimaska frá Glamglow, sem heitir Supermud. Það er öflugur hreinsimaski og ég set hann á vandamálasvæðið mitt, sem er T-svæðið. Hann hreinsar rosalega vel og persónulega þá finnst mér þetta vera besti hreinsimaskinn á markaðnum í dag. Glamglow fæst í Hagkaup Smáralind og Kringlunni og HÉR inn á Daria.is.

Eftir ca 15 mín þá tek ég maskann af með blautum þvottapoka. Eftir svona djúphreinsun þá finnst mér mikilvægt að nota rakamaska eftir á.

Ég set svo rakamaska frá Origins, sem heitir *Drink Up 10 Minute Mask. Á meðan ég er með rakamaskann þá set ég Hydro Cool Firming Eye Gels frá Skyn Iceland, undir augun. Eins og nafnið gefur til kynna þá er ég með rakamaskann í 10 mín og rakinn smýgur inní húðina. Origins vörurnar fást í Hagkaup Smáralind og Kringlunni. Skyn Iceland fæst HÉR inn á Beautybox.is.

Ég skola svo húðina og set tóner á. Ég hef verið að nota Tea Tree tónerinn frá Body Shop og mér líkar hann mjög vel.

Að lokum set ég gullolíuna frá *Muddy Body. Hún er dásamleg og gefur húðinni góðan raka yfir nóttina. Ég nota hana á hverju kvöldi. Hún fæst HÉR inn á Daria.is.

 

Karen Friðriks

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s