Stokkhólmur 2018 // Imagine Dragons Tónleikar

Þessi færsla er ekki kostuð

Ég, Maggi og Bragi bróðir fórum til Stokkhólms 25.apríl síðastliðinn. Tilgangur ferðarinnar var að fara á tónleika með Imagine Dragons. Við fjölskyldan gáfum bróðir mínum þessa flottu ferð í tvítugs afmælisgjöf.

Við flugum með WOWAIR snemma um morguninn 25.apríl. Við lentum um hádegið í Stokkhólmi í æðislegu veðri. Við tókum lest með Arlanda Express á Central Station og tókum svo leigubíl þaðan upp á hótelið.

Hótelið, sem við gistum á, heitir Biz Apartment Hammarby Sjöstad. Við völdum það vegna þess að það var nálægt Ericsson Globen þar sem tónleikarnir voru haldnir. Það tekur ekki nema 25 mín að labba þangað, sem er mikill kostur. Hótelið er svokallað íbúðarhótel, og fengum við litla sæta íbúð með rúmi, svefnsófa, eldhúskrók, baðherbergi og fleira. Okkur fannst það mikill kostur að vera með ísskáp og eldhúsáhöld. Við keyptum okkur bara morgunmat og útbjuggum hann sjálf. Það var mun ódýrara en að kaupa 2x morgunmat í þessa tvo daga, sem við dvöldum þarna.

341a4889biz_web
Hér er mynd af hótelinu

Fyrsta daginn þá skiluðum við töskunum upp á hótel og röltum um hverfið. Við fengum okkur hádegismat á Sibylla. Þetta er hálfgert íbúðarhverfi sem við vorum í. Það er framhaldsskóli við hliðina á hótelinu og grunnskóli á horninu og einnig leikskóli þar við hliðina. Um þrjú leitið þá fórum við upp á hótel og hvíldum okkur í smástund. Þegar klukkan var að ganga fimm þá tókum við sporvagn frá Sickla Kaj í Mall of Skandinavia. Það er risastórt mall með öllum helstu búðum. Það er opið til 21 alla daga. Við versluðum eitthvað smotterí og fengum okkur svo kvöldmat á Vapaino, sem er æðislegur staður, sem býður uppá ítalskan mat svo sem pizzu, lasanja, pasta, salat og fleira og hann er ekki dýr.

Á fimmtudagskvöldinu voru svo tónleikarnir. Við byrjuðum daginn snemma og tókum Uber niður í bæ. Við röltum um Drottninggatan og stoppuðum á Starbucks. Fengum okkur svo hádegismat á Hardrock og tókum svo Uber aftur upp á hótel. Við gerðum okkur reddý fyrir kvöldið og röltum svo af stað um 16:30 leitið. Tónleikarnir byrjuðu 19:30 í Ericsson Globen. Við komum við í búð og keyptum okkur smá snarl og drykki. Svo fórum við í röðina og við tók löng bið. Röðin var ótrúlega löng en við vorum mjög framarlega.

Loks var hleypt inn og þurftu allir að fara í gegnum öryggisleit, þannig þetta tók sinn tíma. Tónleikarnir byrjuðu svo kl 19:30 og hljómsveit, sem heitir K Flay hitaði upp í klukkutíma. Svo byrjuðu Imagine Dragons að spila um 21 leitið. Þetta voru æðislegir tónleikar og við skemmtum okkur ótrúlega vel.

Eftir tónleikana löbbuðum við á MAX og fengum okkur að borða. Við vorum svo komin upp á hótel um 00:30 og fórum beint að sofa. Maður var orðinn rosalega lúinn eftir að hafa staðið straight í 6-7 klukkutíma. Já það er ýmislegt sem maður leggur á sig til þess að vera framarlega á tónleikunum, en það var klárlega þess virði.

Við vöknuðum svo snemma á föstudeginum þar sem flugið okkar heim var um hádegið. Við tókum Uber á Central Station og tókum svo Arlanda Express upp á flugvöll.

Lestakerfið og sporvagnakerfið er mjög auðvelt og það er ódýrast að ferðast milli staða þannig. En svo er Uber í Stokkhólmi, sem er ódýrara en leigubíll.

Þetta var frábær ferð og við keyptum miðana okkar á tónleikana á Viagogo HÉR. Þeir selja miða á marga flotta tónleika.

Í lokin ætla ég að setja inn nokkrar myndir.

Takk fyrir að lesa.

 

Karen Friðriks

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s