UPPÁHALDS Í JÚNÍ

Þessi færsla er ekki kostuð // Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

júní

L’Oréal Paris Sugar Scrub Glow – Ég hef verið að nota þennan andlitsskrúbb undanfarið og mér finnst hann æðislegur. Húðin verður svo mjúk eftir hann. Þetta er sykurskrúbbur sem inniheldur þrjár ólíkar gerðir af náttúrulegum sykri ásamt fræjum greipávaxtar, sem er ætlað að hreinsa húðina og færa henni aukna glóð. Hann fæst HÉR inná Beautybox.is.

Real Techniques Blend + Blur Foundation Brush – Ég gjörsamlega elska þennan förðunarbursta. Ég nota hann alltaf fyrir farða og mér finnst hann gefa fallega áferð. Hann fæst því miður ekki á Íslandi. Ég keypti minn í Boots í Glasglow.

*Smashbox Primer Water, So Chill Coconut – Ég spreyja þessu á mig á hverjum morgni. Ég nota það, sem primer spray og rakasprey. Lyktin er guðdómlega góð, ótrúlega sumarleg. Smashbox fæst í Hagkaup og HÉR inná Fotia.is.

The Body Shop Coconut Handáburður – Klárlega uppáhalds handáburðurinn minn. Ég á nokkra tegundir en mér finnst Coconut best. Ég er alltaf með hann í veskinu mínu. Fæst í The Body Shop í Kringlunni og í Smáralind.

*Becca Glow gloss, Citrine – Ótrúlega sumarlegur gloss frá Becca. Hann klístrast ekki og er þæginlegur á vörunum. Til eru margir fallegir litir, en ég á litinn Citrine, sem er ótrúlega fallegur og sumarlegur. Fæst HÉR inná Fotia.is og hann er einmitt á tilboði núna. Mæli með!

Skyn Iceland Hydro Cool Firming Eye Gels – Kælandi augngel, sem stinnir, tónar og dregur úr baugum. Ég nota þetta mjög mikið þegar ég set á mig rakamaska þá skelli ég þessu á, í leiðinni. Mæli mikið með. Fæst HÉR inná Beautybox.is.

Moroccanoil Hair Treatment – Ég uppgötvaði þessa hárolíu aftur. Ég elska þegar ég uppgötva snyrtivörur aftur. Ég nota þessa hárolíu í rakt hárið og hún gefur góðan raka í hárendana. Moroccanoil fæst á helstu hárgreiðslustofum og HÉR inná Sapa.is.

FAB Ultra Repair Lip Therapy – Ég hef notað þennan varasalva í nokkur ár og hann er alltaf í uppáhaldi. Ég er alltaf með einn í veskinu og einn á náttborðinu. Hann gefur góðan raka og helst vel á. Hann fæst HÉR inná Fotia.is.

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s