HAMINGJURALLÝ

Þessi færsla er ekki kostuð

rally

Núna síðustu helgi þá var haldið Hamingjurallý á Hólmavík. Maggi og Arnar kepptu í túrbó flokknum á þessum glæsilega bíl. Það hefur farið mikil vinna í að gera hann svona flottann og mikill tími.

Liðið þeirra heitir Salsa Racing Team. Í því teymi eru tveir túrbó rallýbílar m.a. Maggi&Arnar og Baldur&Hjalti. Við erum nokkur saman í Salsa Racing Team og gerir það rallýið ótrúlega skemmtilegt. Maður eignast mikið að nýjum vinum og kynnist nýju fólki.

28872326_751976314999022_2967585062831243229_n
Hér er bíllinn sem Maggi og Arnar keppa á
31590031_776838649179455_5455105668514054144_o
Hér er bíllinn sem Baldur og Hjalti keppa á

Við Maggi fórum af stað á fimmtudeginum um hádegið. Við vorum komin á Hólmavík um 16 leitið og settum upp fellihýsið og gerðum það kósý. Það fór svo að týnast inn fleira fólk eftir að það leið á daginn. Arnar og Rakel komu svo uppúr miðnætti og fjölskyldan hans Magga á svipuðum tíma.

Við fórum bara snemma í háttinn á fimmtudeginum. Maggi og Arnar vöknuðu eldsnemma á föstudagsmorgun til að leiðaskoða. Ég og Rakel sváfum bara út og nýttum daginn í kósý uppí fellihýsi þar sem það var frekar mikil rigning. Um 16 leitið ákváðum við að skella okkur í ræktina og í sund eftir á. Strákarnir komu akkúrat þegar við vorum að klára ræktina þannig þeir skelltu sér bara með okkur í sund.

Um kvöldið var svo grillað kjöt og meðlæti. Við fórum svo aftur snemma í háttinn þar sem keppnin byrjaði snemma um morguninn.

Á laugardaginn vöknuðu strákarnir snemma og var fyrsta leið keyrð kl 7:30. Við Rakel sváfum til hádegis og fórum svo inná síðustu leiðina til að sjá strákana keppa. Þeim gekk ótrúlega vel og héldu þeir 3.sætinu þangað til á síðustu leiðinni.

Í síðustu beygjunni þá keyrðu þeir útaf og veltu 3 hringi. Þetta var mikið sjokk og margir sáu þetta gerast. Ég ætla ekki að ljúga, en vá hvað ég var hrædd um þá. Sem betur fer þá er rallý búnaðurinn mjög öruggur og þeir meiddust nánast ekkert. Þeir náðu að klifra sjálfir útúr bílnum og við Rakel hlupum til þeirra.

Bíllinn lítur ekki vel út og er laskaður, en strákarnir eru byrjaðir á fullu að græja hann fyrir næstu keppni. Þeir eiga svo sannarlega góða vini að, sem hjálpa þeim öll kvöld. Þeir eru svo metnaðarfullir og ég er viss um að bíllinn verður tilbúinn fyrir næstu keppni, sem er síðustu helgina í júlí.

Eftir keppnina var grillað og haft gaman. Við fórum svo heim á sunnudeginum um 15 leitið. Það var geggjað veður þegar við fórum heim. Við hefðum helst vilja vera lengur útaf veðrinu hehe.

Við stoppuðum á geggjuðum pizzastað í Borgarnesi sem heitir La Colina. Ég mæli sérstaklega með sjávarréttarpizzunni þar!

Þetta var frábær helgi þrátt fyrir veltuna, en það getur allt gerst í rallý. Mikið rosalega er gott að komast í útilegu og notið með vinum og fjölskyldu. Það er svo mikilvægt að kúpla sig út frá hversdagslífinu og gera eitthvað svona skemmtilegt 🙂 Við erum öll mega spennt fyrir næstu rallýkeppni, sem er síðustu helgina í júlí. Ljómarallý á Sauðárkróki here we come!

Ef þið viljið fylgjast með undirbúningnum fyrir næstu keppni þá mæli ég að fylgjast með Salsa Racing Team á Facebook HÉR. Þeir eru líka með snapchat aðgang : salsaracing

Endilega fylgist með!

Í lokin ætla ég að setja inn nokkrar myndir.

Fjör hjá mér og Rakel á meðan við biðum eftir bílunum 🙂
simage5
Hér er verið að setja rallýbílana inní flutningabílinn

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s