BECCA // NÝTT Í SAFNIÐ

Þessi færsla er ekki kostuð // Ég keypti vörurnar sjálf

Becca er klárlega eitt af mínu uppáhalds snyrtivörumerki og ég elska að prófa nýjar vörur frá þeim.

Ég nýtti mér sumarafsláttinn hjá Fotia í vikunni. Þau eru með afslátt af völdum vörum og ég gat ekki annað en nýtt mér það!

Ég keypti mér fimm vörur frá Becca.

image1

Eruði að sjá þessa fegurð?

Þetta eru allt vörur sem hafa verið á óskalistanum frá því að þær komu út.

 

image2

Be a Light Face Palette Light to Medium – Ég féll fyrir þessari þegar hún kom út. Hún er svo guðdómlega falleg og ég er svo spennt að prófa hana. Hún inniheldur tvö púður, m.a. brighting powder, sem lýsir og gefur ljóma og svo blurring powder, sem jafnar áferðina á húðinni. Einnig inniheldur hún fallegan kinnalit með ljóma í, og bronzer lit, sem er einnig með smá ljóma í. Pallettan fæst HÉR.

image5
Hér er swatches af pallettunni

 

image3

Mineral Blush, Songbird – Þessi kinnalitur er búinn að vera lengi á óskalistanum. Hann er ótrúlega fallegur og gefur ljóma. Kinnaliturinn fæst HÉR.

Shimmering Skin Perfector Pressed Highlighter, Opal – Sjúklega fallegt ljómapúður í litnum Opal. Ég á nokkur ljómapúður frá Becca og ég er ótrúlega spennt að nota þetta. Ljómapúðrið fæst HÉR.

image4
Hér er swatch af Songbird og Opal

 

images1

Hydra-Mist Set&Refresh Powder – Púður með raka í, hversu mikil snilld? Ég hef prófað þetta púður áður og það er mjög spes að setja það á sig. Það er eins og það sé blautt en það er það samt ekki. Púðrið gefur góðan raka yfir daginn. Það fæst HÉR.

 

image6

Glow Gloss, Opal – Að lokum er þessi fallegi gloss. Ég á litinn Citrine og ég varð bara að eignast annan lit. Opal liturinn er Nude litur og er ótrúlega fallegur. Glossinn fæst HÉR.

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s