Ég mæli með: Sniðugt í útileguna

Þessi færsla er ekki kostuð // Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

blogg

Moroccanoil Mini Travel Set – Mér finnst algjör snilld að Moroccanoil bjóði uppá mini sized vörur. Ég tek alltaf sjampóið og hárnæringuna með í ferðalög. Moroccanoil býður einnig uppá fleiri mini sized vörur eins og t.d. þurrsjampó eða hárolíuna. HÉR getur þú séð alla útsölustaðir hjá Moroccanoil.

FAB Ultra Repair Cream – Ég hef notað þetta krem í nokkur ár og það stendur alltaf fyrir sínu. Það gefur góðan raka og smýgur strax inní húðina. Ég nota þetta bæði sem dagkrem og næturkrem. Kremið fæst HÉR inná Fotia.is.

Smashbox Cover Shot Pallette* – Cover shot palletturnar frá Smashbox eru tilvaldar í ferðalagið. Þær eru litlar og nettar og innihalda 8 liti. Til eru nokkrar tegundir af þeim, ég á Metallic, sem inniheldur heita og kalda tóna. Pallettan fæst HÉR inná Fotia.is.

Tarte Shape Tape Concealer – Ég tek alltaf þennan hyljara með mér í ferðalög. Hann gefur fulla þekju og mér finnst ég ekki þurfa farða þegar ég nota þennan hyljara. Ég pantaði minn HÉR.

Becca Gradient Sunlit Bronzer* – Ég er búin að nota þetta sólarpúður stanslaust í allt sumar. Það gefur ótrúlega fallegan ljóma og mér finnst ég ekki þurfa að setja kinnalit né ljómapúður þegar ég nota þetta sólarpúður. Sólarpúðrið fæst HÉR inná Fotia.is.

Moroccanoil Sun Lip Balm – Ég keypti mér þennan varasalva um daginn, og hann er kominn til að vera! Hann gefur ótrúlega góðan raka og er ekki klístraður á vörunum. Mér finnst algjör nauðsyn að vera með varasalva með mér í útilegur. HÉR getur þú séð alla útsölustaðir hjá Moroccanoil. Varasalvinn fæst t.d. HÉR.

Batiste Dry Shampoo – Mér finnst algjört must að vera með þurrsjampó í ferðalögum. Mér hefur alltaf líkað við Batiste þurrsjampóið. Það er gott og ódýrt. Ég kaupi mér alltaf mini sized í Boots útí Bretlandi, en hægt er að fá Batiste í venjulegri stærð í Bónus/Hagkaup og í stærri stærð í Costco.

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s