LÍFIÐ SEINUSTU DAGA

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Ég eiginlega trúi því ekki að það sé kominn ágúst og að haustið sé að koma.

Ég ætla aðeins að segja ykkur frá síðustu dögum hjá mér.

Eins og við höfum öll verið vör við, þá höfum við fengið mjög fáa sólardaga hérna á Íslandi, því miður. Hver einasti sólargeisli er nýttur þegar ég er í vaktarfríi. Það er alveg ótrúlegt hvað veðrið hefur mikil áhrif á mann.

Á meðan foreldrar mínir fóru til Spánar í 3 vikur, þá kom Þórir í heimsókn og var hjá okkur í rúma viku. Við vorum mjög dugleg að nýta góða veðrið og gera eitthvað skemmtilegt með Flugu og Perlu.

28.júlí var haldið Ljómarallý á Sauðárkróki. Við keyrðum norður á fimmtudeginum og Þórir kom með okkur. Maggi og Arnar kláruðu að græja bílinn fyrir rallýið, sem mér finnst ótrúlegt afrek. Þeir eiga svo sannarlega góða að, vini og fjölskyldu. Það er ekki hægt að segja annað. Eins og ég sagði ykkur frá HÉR , þá fór síðasta rallý ekki alveg eins og ætlað var. Þeir eru búnir að vinna nánast öll kvöld í júlí til að græja bílinn fyrir Ljómarallý. Og auðvitað tókst það með mikilli hjálp.

Ég mæli með að fylgjast með þeim HÉR á facebook og undir nafninu salsaracing á snapchat.

image3
Eins og þið sjáið þá er bíllinn eins og nýr

Strákunum gekk mjög vel í Ljómarallýinu og þeir kláruðu allar leiðir.

Þegar við vorum fyrir norðan þá kíktum við í Grettislaug, sem er sirka 20 mín frá Sauðárkróki. Við vorum ótrúlega heppin með veður og náttúran var svo sannarlega falleg.

Hér koma svo fleiri myndir frá króknum.

Núna um Verslunarmannahelgina fórum við vinirnir saman á Flúðir. Þetta er í þriðja sinn sem ég og Maggi förum þangað um Verslunarmannahelgina og okkur líkar það mjög vel. Við fengum æðislegt veður og nýttum það.

Á laugardeginum fórum við öll saman í Þrastalund í brunch og svo fórum við í Gömlu Laugina, sem var æðislegt.

image4

Ég vona að þið hafið átt yndislegar helgar í sumar.

Nú fer að líða að haustinu og ég mun þá byrja í fjarnámi í Viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Ég verð að viðurkenna að ég er smá kvíðin að byrja í skóla aftur. En það er alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir.

Takk fyrir að lesa.

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s