UPPÁHALDS Í ÁGÚST

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

bloggip

Real Techniques Complexion Blender Brush – Þessi bursti er algjör snilld. Ég nota hann alltaf til að bera kremvörur á mig. Ég er ein af þeim sem get ekki borið krem á, með höndunum. Þessi bursti er ætlaður til að bera á grunnvörur. Hann fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná Beautybox.is.

Origins Zero Oil Pore Purifying Toner – Þetta andlitsvatn hef ég verið að nota undanfarið. Mér líkar það mjög vel. Það hreinsar og gefur mattandi áferð. Einnig hjálpar það til við að draga úr umfram olíu, sefar og róar húðina. Það fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná Beautybox.is.

La Girl Pro Matte Foundation – Þessi farði er að koma mér skemmtilega á óvart. Þetta er mattur farði og hann er á ótrúlega góðu verði! Ég tók litinn Natural. Mér finnst hann fallegur á húðinni og helst vel á. Æðislegur hversdagsfarði. Hann fæst HÉR inná Fotia.is.

Morphe Highlight & Contour Sponge – Mjög góður förðunarsvampur. Ég hef alltaf notað Beautyblender en þessi er ekkert síðri. Ég varð að prófa hann vegna þess að Jaclyn Hill er alltaf að dásama hann. Ég pantaði minn HÉR inná Morphe.com.

Glamglow Instamud* – Nýjung frá Glamglow. Þið sem þekkið mig, vitið að ég elska Glamglow vörurnar. Ég var svo spennt þegar þessi maski kom út og ég prófaði hann strax. Mér líkar hann mjög vel og mér finnst svo mikið snilld að virknin í honum tekur einugis 60 sekúndur. Maskinn hreinsar húðina og skilur hana eftir silkimjúka. Maskinn fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná Beautybox.is.

Ariana Grande Moonlight Perfume – Ótrúlega góður ilmur. Ég hef átt önnur ilmvötn frá Ariönu Grande og mér finnst þessi lykt best af þeim. Ilmvatnið fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups.

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s