TENERIFE PART I

Núna er ég stödd út á Tenerife með mömmu.

Við erum búnar að vera hérna í viku og eigum viku eftir. Komum heim 19.september.


Hótelið sem við erum á heitir Tigotan. Það er ekkert smá flott og er einugis fyrir 18 ára og eldri. Við erum með innifalið morgunmat og kvöldmat, sem okkur finnst geggjað. Maturinn er mjög góður og fjölbreyttur. Á hótelinu er allt til alls, þaksundlaug, bar, gameroom, hlaðborð, nuddstofa, hárgreiðslustofa, setustofa, tölvur, bílakjallara svo eitthvað sé nefnt.

Ég ætla að segja ykkur aðeins frá því sem við erum búnar að gera síðustu vikuna.


Við kíktum á markað í Los Cristianos, sem er opinn á þriðjudögum og sunnudögum. Þar er hægt að fá ýmislegt og gaman er að labba í gegnum markaðinn.

img_5281


Við fórum á magnaðann stað í bænum Garachico. Þar fundum við náttúrulaugar, sem kostar ekkert að fara ofaní. Þær heita Caletón de Garachico. Þetta er rúmlega klukkutíma keyrsla frá Amerísku ströndinni. Vegurinn er brattur og krókalegur með mikið af U-beygjum. Þetta var algjörlega þess virði! Ég leyfi myndunum að tala.

Hér eru svo myndir af útsýninu þegar við keyrðum krókaveginn.


Við fórum á geggjaða strönd sem heitir Playa de San Juan. Þetta er steinaströnd og sjórinn er rosalega tær. Hún er lítil og róleg og það er mjög kósý að eyða deginum þarna.


Við fórum að skoða sundlaug í sjávarmálinu. Þetta var líka magnaður staður. Náttúran skartaði sínu fegursta. Við fórum nú reyndar ekki ofaní, en náttúran var geggjuð.


Við erum búnar að fara á Playa La Vista, sem er strönd rétt hjá hótelinu okkar.


Þetta er í fjórða skiptið sem ég kem til Tenerife og ég er að upplifa það á allt annan hátt. Það er alveg ótrúlegt hvað maður upplifir miklu meira þegar maður er á bílaleigubíl. Við mamma erum með bíl í leigu núna í 5 daga og við erum búnar að upplifa svo margt. Ég mæli mikið með að gera það. Það er ekkert mál að keyra í Tenerife og fara eftir Google Maps.


Að lokum ætla ég að deila með ykkur fleiri myndum.

 

Takk fyrir að lesa ❤

Ég er búin að vera mjög virk á Instastories. Endilega kíkið þangað @karenfridriks

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s