Mest notuðu snyrtivörurnar á Tenerife

Þessi færsla er ekki kostuð // Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

Síðustu tvær vikur hef ég verið á Tenerife.

Ég tók slatta af snyrtivörum með mér og það voru nokkrar sem stóðu uppúr, sem ég notaði mun meira en aðrar.

Ég ætla að deila þeim með ykkur.

2018-09-19 at 00.28.26

Moroccanoil Sun Face Lotion – Ég var svo spennt þegar ég sá að Moroccanoil kom út með sólarvörn. Lyktin er svo dásamleg. Þetta er s.s. sólarvörn fyrir andlitið með SPF 30. Rakakremið er létt og smýgur vel inní húðina. Fæst HÉR inná Sapa.is og þú getur lesið nánari upplýsingar um Moroccanoil HÉR inná Regalo.is.

Estée Lauder Double Wear Concealer* – Þessi hyljari er orðinn minn uppáhalds. Hann er með góðri þekju og blandast vel út. Uppáhalds farðinn minn er Double Wear frá Estée Lauder og þessi hyljari er alls ekki síðri. Mæli klárlega með honum. Estée Lauder fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups, Lyfju og netverslun Lyfju HÉR.

Mac Strobe Cream – Þetta krem er alltaf klassískt. Ég tek það alltaf með mér erlendis. Það gefur góðan raka yfir daginn og gefur húðinni ljóma. Fæst í Mac verslunum.

Rimmel Stay Matte – Mitt all time favorite púður. Ég hef farið í gegnum svona 10 pönnur. Það er ódýrt og gott. Það gefur húðinni matta áferð. Ég nota litinn Transparant. Rimmel fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná Beautybox.is.

Origins Energy Boosting Moisturizer – Ég nota aldrei farða í sólarlöndum. Ég nota litað dagkrem og hyljara. Þetta dagkrem er með fallegum lit í og gefur góðan raka yfir daginn. Einnig er það með SPF 15 í sólarvörn. Kremið gefur frísklegt útlit og inniheldur mangosteen, c-vítamín og e-vítamín. Það fæst HÉR inná Beautybox.is.

Moroccanoil Sun oil – Þessa sólarolíu notaði ég óspart. Það er dásamleg lykt af henni og hún gefur góðan raka. Eftir að ég byrjaði að nota olíu síðustu dagana, þá varð brúnkan mun fallegri. Þessi sólarolía er vatnsheld með SPF 15. Hún fæst HÉR inná Sapa.is og þú getur lesið nánari upplýsingar um Moroccanoil HÉR inná Regalo.is.

Eleven Miracle Hair Treatment – Þessa hárvöru held ég mikið uppá. Hún er rakagefandi, með hitavörn, gefur glans, kemur í veg fyrir slit og styrkir viðkvæmt hár. Ég set hana í rakt hárið. Lyktin af þessu er ótrúlega góð. Þetta er þriðji brúsinn minn og ég mæli mikið með. Fæst HÉR inná Beautybar.is.

Becca Gradient Sunlit Bronzer* – Þetta sólarpúður er mitt uppáhalds. Það gefur ótrúlega fallegan ljóma. Sólarpúðrið var limited edition og ég er ekki viss um að það fáist lengur. En Becca vörurnar eru fáanlegar í snyrtivörudeildum Hagkaups og inná HÉR Fotia.is.


Þetta voru svona mest notuðu vörurnar. Ég er ein af þeim sem tek alltof mikið með mér erlendis. En ég notaði nú allt eitthvað, bara misjafnlega mikið.

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

 

 

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s