TENERIFE PART II

Ég sagði ykkur frá fyrstu vikunni minni á Tenerife HÉR og hvað við gerðum.

Ég er komin heim núna og ég ætla að segja ykkur frá því, sem við gerðum seinni vikuna hérna úti.


Við fórum í Aqualand, sem er vatnsrennibrautagarður. Þar er hægt að fara í allskonar rennibrautir og þarna er allt fyrir alla. Einnig er innifalin höfrungasýning, sem er alltaf jafn gaman að sjá.

 

 


Eitt kvöldið fórum við á Drag-show, en það höfðum aldrei farið á áður. Það var mjög skemmtilegt og öðruvísi. Við keyptum miðana HÉR og innifalið í verðinu var þriggja rétta máltíð.

 

 


Það var froðupartý í sundlauginni á hótelinu okkar. Ótrúlega skemmtilegt og mikið fjör. Hótelið, sem við vorum á, heitir Tigotan, og er fyrir 18 ára og eldri. Ég mæli virkilega með þessu hóteli.

img_6005


Svo fórum við í þriggja tíma siglingu og sáum hvali og höfrunga. Þetta var stórskemmtileg ferð og í lokin fengum við að hoppa frá borði og synda í sjónum. Báturinn heitir Freebird One og er hægt að lesa meira um hann og panta miða HÉR.

 

 

 


Við tókum okkur svo einn verslunardag í viðbót og kíktum í Siam Mall og Galeón Outlet hérna í nágrenninu.

 


Að lokum ætla ég að bæta við nokkrum myndum.

 

 

 

 

 

 

Takk fyrir að lesa ❤

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s