SKIN CARE FAVES ♡

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

Síðan ég kom heim frá Tenerife, þá hefur húðin mín verið í miklu ójafnvægi. Hún er búin að vera mjög þurr og bólótt.

Ég ætla að deila með ykkur vörum sem hafa verið að bjarga húðinni minni.

img_6322-1


Nr 1 – Farðahreinsir

img_6324

Estée Lauder Take It Away* – Þennan hef ég verið að nota á hverjum degi síðan ég kom heim. Þetta er kremhreinsir, sem bræðir farðann af húðinni. Lyktin af honum er sjúklega góð. Kremhreinsirinn þurrkar ekki húðina og skilur hana eftir mjúka. Estée Lauder fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups.


Nr 2  – Hreinsir

img_6327

Skyn Iceland Glacial Face Wash & Clarasonic Mia 2 – Þetta combo er algjör snilld. Ég set smá af hreinsinum á burstann og fer yfir allt andlitið. Hreinsirinn djúphreinsar húðina án þess að þurrka hana. Hann er mildur og freyðir vel. Ég get ekki verið án Clarasonic burstans míns og ég mæli ótrúlega mikið með honum. Skyn Iceland hreinsirinn fæst HÉR inná Beautybox.is og Clarasonic fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups.


Nr 3 – Andlitsvatn

img_6326

Origins Zero Oil Pure Purifying Toner – Æðislegt andlitsvatn sem hreinsar og gefur húðinni matta áferð. Mér finnst þetta andlitsvatn hraða á áhrifum útaf bólum. Mér finnst það draga úr bólgum og koma í veg fyrir þær. Origins vörurnar fást í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR fæst andlitsvatnið inná Beautybox.is.


Nr 4 – Rakamaski

img_6325

Origins Drink Up Intensive – Besti næturrakamaski sem ég hef prófað. Hann er þykkur og smýgur strax inní húðina og maður vaknar með silkimjúka húð. Lyktin af honum er dásamleg. Origins vörurnar fást í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR færðu rakamaskann inná Beautybox.is.

 

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s