BEAUTY WISHLIST

Síðustu vikur þá hafa komið út geggjaðar snyrtivöru nýjungar.

Haustið er svo æðislegt í snyrtivöruheiminum og ég er svo spennt fyrir þessum nýju vörum.

Ég ætla að deila þeim vörum, sem ég er búin að vera spenntust fyrir og þær eru allar á óskalistanum mínum. Mér finnst þær allar sniðugar í jólapakkann og þær fást allar á Íslandi.


2018-10-20 at 23.02.04

Hello FAB Bendy Avocado Concealer – Mér finnst þessi hyljari vera mjög spennandi. Hann er með avocado í, sem hjálpar við að næra húðina. Hyljarinn er með fullri þekju, sem á að endast allan daginn. Þú færð hyljarann HÉR inná Fotia.is.

Beautyblender Blender Defender – Þessi nýja vara frá Beautyblender er algjör snilld. Þetta er vatnshelt silikon hylki til þess að geyma svampinn í og einnig verndar það hann fyrir óhreinindum. Þetta er alveg tilvalið í ferðalagið. Þú færð hylkið HÉR inná Beautybox.ix og HÉR inná Fotia.is.

Glamglow Starpotion – Þetta er kol-olía, sem verndar húðina gegn mengun með andoxunarefnum ásamt því að næra hana í leiðinni. Það má nota olíuna bæði kvölds og morgna. Glamglow fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og þú færð olíuna HÉR inná Daria.is og einnig í verslun þeirra í Keflavík.

Skyn Iceland Glacial Spray Lotion – Þetta rakasprey finnst mér eitthvað svo girnilegt. Nafnið á því og útlitið finnst mér mjög spennandi. Spreyið nærir og styrkir húðina. Þú færð spreyið HÉR inná Beautybox.is.

Hello FAB Coconut Skin Smoothie Priming Moisturizer – Allt sem nefnist kókos, heillar mig mjög mikið. Ég elska kókoslykt. Þessi primer er olíulaus, sem mýkir húðina. Hann skilur húðina eftir bjarta, náttúrulega og ljómandi. Þú færð primerinn HÉR inná Fotia.is.

Glamglow Glowpowder – Fyrsta pallettan sem Glamglow gefur út. Hún er ekkert smá falleg og þessar umbúðir eru eitthvað annað! Pallettan inniheldur þrjá gullfallega highlight-liti. Hægt er að nota litina á marga vegu, t.d. highlight, augnskugga, í innri augnkrók og margt fleira. Glamglow fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og þú færð pallettuna HÉR inná Daria.is og einnig í verslun þeirra í Keflavík.

Silfur Spegill – Þessi spegill er gullfallegur og hann er kominn á jólagjafa- og afmælisgjafalistann. Mér finnst hann svo flottur og hann yrði fullkominn viðbót í förðunaraðstöðuna. Spegillinn kemur í tveimur litum, silfur og svörtum. Hann er 50×60 og með 14 led peru ljósum sem eru dimmanleg. Spegillinn fæst HÉR inná Daria.is og einnig í verslun þeirra í Keflavík.

L’Occitane Jóladagatal 2018 – Ótrúlega fallegt og veglegt jóladagatal. Dagatalið inniheldur 24 glugga, sem inniheldur vinsælar vörur frá L’Occitane. Þetta eru vandaðar og góðar vörur. Jóladagatalið fæst í L’Occitane búðinni í Kringlunni.

Beautyblender Sweet Indulgence Beauty Sampler Set – Önnur nýjung frá Beautyblender, sem er æðisleg gjöf. Þetta sett inniheldur fjóra beautyblendera og fjórar sápur. Mér finnst þetta sett vera alveg tilvalið í jólagjöf. Þú færð settið HÉR inná Beautybox.is og HÉR inná Fotia.is.

 

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s