OCTOBER’S FAVORITES

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

2018-11-04 at 21.56.11

 

Becca Hydra-Mist Set & Refresh Powder – Þetta púður er svo mikil snilld. Það er rakagefandi og þegar það er sett á, þá er eins og það sé blaut og köld áferð. Ótrúlega skrýtin tilfinning en samt svo þæginlegt. Húðin mín er búin að vera mjög þurr síðustu tvo mánuði og þetta púður er að henta mér ótrúlega vel. Becca fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR fæst púðrið inná Daria.is og einnig í verslun þeirra í Keflavík.

Estée Lauder Double Wear Concealer* – Þessi hyljari er orðinn minn uppáhalds. Ég nota hann á hverjum einasta degi og ég er að verða búinn með hann. Hann er með góðri þekju og blandast vel út. Uppáhalds farðinn minn er Double Wear frá Estée Lauder og þessi hyljari er alls ekki síðri. Mæli klárlega með honum. Estée Lauder fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups, Lyfju og netverslun Lyfju HÉR.  P.s. Það eru Estée Lauder dagar 1. – 7.nóvember í Hagkaup og 15% af öllum Estée vörum.

Skyn Iceland Glacial Face Wash – Andlitshreinsir sem er mildur og djúphreinsar húðina án þess að þurrka hana upp. Ég nota hann alltaf með Clarisonic burstanum mínum. Hann er á mjög góðu verði og dugar í góðan tíma. Ég mæli með. Andlitshreinsirinn fæst HÉR inná Beautybox.is.

Eleven Miracle Hair Treatment – Þetta er túpa númer tvö hjá mér. Ég elska þessa hárvöru. Þetta er leave-in hárnæring. Ég set hana í rakt hárið og það verður svo mjúkt og svo skemmir ekki hvað lyktin er góð. Eleven fæst á helstu hárgreiðslustofum og HÉR fæst varan inná Beautybar.is.

Eleven Anti Frizz Serum – Ég kynntist þessari vöru í lok sumars og ég elska að blanda henni við Miracle Treatment. Þetta er hár-serum sem gefur fallegan glans. Eleven fæst á helstu hárgreiðslustofum og HÉR fæst varan inná Beautybar.is.

L’Oreal Infallible Shaping Stick Foundation – Ég keypti mér þennan stiftfarða á Spáni og ég notaði hann mjög mikið þar. Hann er léttur og gefur fallega áferð. Það er mjög auðvelt að blanda honum út og mér finnst að fullkominn hversdagsfarði. L’Oreal fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups.

Becca Lipuitive Glow Gloss* – Þessi gloss er minn uppáhalds. Ég nota hann mjög mikið og tek hann með mér í öll ferðalög. Mér finnst hann henta í öll tilefni. Þessi gloss er með þann eiginleika að hann aðlagast af þínum vörum. Minn litur getur verið allt öðruvísi en þinn litur. Becca fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná Daria.is.

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s