TAX FREE // UPPÁHALDS SNYRTIVÖRUR

Þessi færsla er ekki kostuð

Núna um helgina eru risa Tax-Free dagar í Hagkaup. Ég ætla að deila með ykkur mínum uppáhalds snyrtivörum sem fást á Tax-Free. Þetta eru allt vörur sem ég nota daglega og kaupi reglulega aftur og aftur.

Tax-Free dagarnir eru frá 15-19.nóvember.

2018-11-15 at 17.16.35

Estée Lauder Double Wear Concealer – Uppáhalds hyljarinn minn þessa stundina. Ég nota hann á hverjum degi. Hann er með góðri þekju og endist vel.

Real Techniques Complexion Blender Brush – Þennan bursta nota ég alltaf til að bera á andlitskrem.

Batiste Þurrsjampó – Án efa besta þurrsjampó allra tíma. Svo er það á ótrúlega hagstæðu verði og endist vel.

Origins Drink Up Intensive – Dásamlegur nætur-rakamaski. Húðin verður svo mjúk eftir svefninn. Ekki skemmir hvað lyktin er góð.

L’Oréal Paradise Mascara – Ég er á þriðju túpunni af þessum maskara. Mér finnst hann þykkja og lengja og hann gerir augnhárin mjög flott.

Clinique Moisture Surge – Mitt uppáhalds rakakrem. Það er gelkennt og smýgur strax inní húðina. Það gefur húðinni raka í 72 klukkutíma. Ég mæli mikið með!

Becca Opal Highlight – Ótrúlega fallegt ljómapúður. Ljómapúðrin frá Becca eru fallegust að mínu mati. Þennan lit held ég mjög mikið uppá.

Glamglow Supermud – Ég hef keypt ótal margar krukkur af þessum maska. Ætli ég sé ekki á tíundu dollunni. Þetta er klárlega besti hreinsimaskinn á markaðnum í dag!

 

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s