TARGET SHOPPING

Eins og einhverja vita, þá var ég að koma heim frá Californiu. Ég var í heimsókn hjá bróðir mínum og fjölskyldu hans, sem eru nýflutt þangað.

Við fórum auðvitað í Target, sem er algjört must ef þú ert á leiðinni til USA.

Ég elska að lesa Target færslur þannig ég ákvað að skrifa eina, sem inniheldur svona helstu vörurnar, sem ég verslaði í Target.


Swiffer Dusters

Algjör snilld til að flýta fyrir þrifum og taka uppsafnað ryk á skápum, kommóðum, náttborðinu og fleira.

img_7388


Crest 3D White Tannkrem

Ég hef ekki prófað þetta tannkrem áður, en ég hef heyrt mjög góða hluti. Það á að hjálpa að hvítta tennurnar. Þið hafið eflaust séð þetta merki áður. Strimlarnir frá þeim eru mjög vinsælir.

img_7390


Secret svitalyktareyðir

Uppáhalds svitalyktareyðirinn minn. Lavender finnst mér besta lyktin.

img_7391


Snyrtivörur

Re-fill af uppáhalds púðrinu mínu frá Rimmel og Tattoo augabrúnapenninn frá Maybelline.

img_7399


Brjóssviðatöflur og verkjatöflur

Ég hef ekki prófað brjóssviðatöflurnar en margir mæla með þeim. Verkjatöflurnar hef ég notað lengi og þær virka ótrúlega vel.

img_7393


Partýspil

Við Sóley spiluðum þetta spil úti og það er mega skemmtilegt. Ég held að það sé ennþá skemmtilegra þegar það eru fleiri að spila.

img_7389


Amerískt nammi

Ég elska elska elska þessa tegund af Starburst namminu og svo eru Sour Patch mega næs. Það er nammihimnaríki í Target og ég held að það sé varla hægt að sleppa því að fá sér 1-2 poka hehe.

img_7397


Minis vörur

Ég elska minis og í þetta skipti keypti ég Rose face sprey frá Garnier, verkjatöflur, Crest tannkrem, lítil Venus rakvél og þurrsjampó.

img_7398


Skóladót fyrir prófin

Nauðsynlegt fyrir prófin. Kostar klink í Target.

img_7392


Ég vona að ykkur fannst þessi færsla skemmtileg.

Eigið góðan dag!

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s