SEPHORA & ULTA SHOPPING

Ég ákvað að gera aðra svona færslu þar sem Target færslan mín fékk svo mikil viðbrögð. Þið getið lesið hana HÉR.

Ég verslaði slatta í Sephora og í Ulta Beauty. Þær eru klárlega mínar uppáhalds snyrtivörubúðir út í USA.


SEPHORA SHOPPING

Laura Mercier Translucent Powder

Re-fill af þessu æðislega púðri. Það helst á allann daginn og gefur matta áferð. Ég varð auðvitað að fá mér mini líka.

img_7400


Milk Makeup Blur Stick

Re-fill af þessum primer. Hann fyllir vel í húðholur og skilur húðina eftir matta. Keypti mér einnig mini af bluring ljómastiftinu, sem er nýtt hjá þeim. Það á að vera eins og hinn nema gefur ljóma.

img_7403


Purity hreinsir og rakakrem

Mig er búið að langa að prófa þessar vörur og ég ákvað að taka minni útgáfuna af þeim til að sjá hvernig húðin mín bregst við. Þetta er mjög flott merki og þessar vörur hafa fengið góða dóma, sérstaklega hreinsirinn.

img_7401


Drunk Elephant Serum

Ég ákvað líka að taka minis af þessum vörum til að sjá hvernig húðin bregst við. Serumið með bláa lokinu gefur mikinn raka og appelsínugula er dagserum.

img_7402


Minis vörur

Ég elska þessar minis vörur til að prófa og til að ferðast með. Ég keypti mér Clinique næturmaska, sem ég er mjög spennt að prófa. Priming moisturizer frá FAB, ég á stóra túpu af þessum og varð að fá mér mini líka. Urban Decay setting spray, re-fill af þessum minis, ég á líka í venjulegri stærð og þetta er eitt af bestu setting spreyjum sem ég hef prófað. Bobbi Brown highlighter í litnum Pink Glow, þessi var lengi á óskalistanum.

img_7404


ULTA SHOPPING

Morphe James Charles Pallettan

Það var ekki aftur snúið þegar ég sá að þessi var komin í Ulta. Hún er guðdómlega falleg, með allskonar litum í. Ég er mjög spennt að leika mér með þessa.

img_7408img_7409


Physicians Formula Butter Bronzer

Þetta sólarpúður hefur lengi verið á óskalistanum enda margir sem dásama það.

img_7414


Tarte Shape Tape

Re-fill af besta hyljaranum. Ég ákvað að taka aðeins dekkri til að nota þegar ég er með brúnku. Ég mæli mjög mikið með þessum. Góð þekja og endist á allan daginn.

img_7417


Nýjungar frá Real Techniques

Ég veit ekki hvort þetta komi til Íslands. Mér fannst burstinn svo girnilegur í sólarpúður, svo leyfði ég boltunum að fylgja með, mér fannst þeir svo sniðugir.

img_7412


Mario Badescu Facial Spray

Ég notaði þetta rakasprey óspart fyrir svona 2-3 árum og ég elskaði það. Það er líka svo góð lykt af því og það er mjög frískandi.img_7415


 

Ég vona að ykkur hafi fundið þessi færsla skemmtileg.

Maður á aldrei nóg af snyrtivörum!

Takk fyrir að lesa. Eigið góðan dag.

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s