SNYRTIVÖRUR ÁRSINS 2018

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

Ég er ekki að trúa því að árinu sé að ljúka. Mér finnst þetta ár búið að líða svo hratt. Ég er svo spennt að deila með ykkur uppáhalds snyrtivörunum mínum og þetta eru allt vörur sem ég nota mikið og hef fengið mér aftur og aftur.


Rakakrem ársins – Clinique Moisture Surge*

Dásamlegt rakakrem sem smýgur strax inní húðina og heldur henni raka í allt að 72 klst. Fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Lyfju.

2521825


Andlitshreinsir ársins – Skyn Iceland Glacial Face Wash

Mildur og góður andlitshreinsir, sem djúphreinsar húðina án þess að þurrka hana. Fæst HÉR inná netverslun Beautybox.

sky035_skyniceland_glacialfacewash_1560x1960-iof77


Andlitsskífur ársins – Skyn Iceland Nordic Skin Peel

Skífur sem skrúbba húðina og hjálpa við endurnýjun hennar. Ég sá strax mun á húðinni minni eftir að ég byrjaði að nota þessar skífur. Ég er á annari dollunni núna. Skífurnar fást HÉR inná netverslun Beautybox.

2266965


Hreinsi- & Rakamaski ársins – Glamglow Supermud & Origins Drink Up Overnight

Glamglow Supermud er besti hreinsimaski sem ég hef prófað. Ég er búin að fara í gegnum 8 krukkur! Hann fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Daríu.

Rakamaskinn frá Origins er æðislegur. Þetta er næturmaski, sem veitir húðinni raka alla nóttina. Ég verð svo fersk og mjúk í húðinni eftir hann. Svo er apríkósu lyktin svo dásamleg. Hann fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Beautybox.


Andlitsskrúbbur – St. Ives Apricot Scrub

Ég hef ekki fundið andlitsskrúbb sem sigrar þennan gamla góða. Ég hef notað þennan í mörg ár. Hann skilur húðina eftir silkimjúka. Ég kaupi hann alltaf í Bandaríkjunum en ég held að hann fáist í Costco.

467375_xlarge_1


Andlitsolía ársins – Muddy Body Glow Oil*

Þessi olía er algjörlega búin að bjarga mínum þurrkublettum. Ég fæ alltaf þurrkubletti á augnlokin, en þessi olía hefur komið í veg fyrir það. Hún er með gullflögum í og veitir húðinni góðan raka. Hún fæst HÉR inná netverslun Daríu.

GLOW-2_grande


Hárvörur ársins – Eleven hárvörur

Ég kynntist þessu merki á árinu og ég elska það. Þessar vörur vinna svo vel saman og hárið mitt hefur aldrei verið jafn heilbrigt og mjúkt. Eleven fæst á helstu hárgeiðslustofum og HÉR inná netverslun Beautybar.


Andlitsgrunnur ársins – Milk Makeup Blur Stick & Becca First Light Primer

Becca grunnurinn vekur upp húðina og gerir hana frísklegri. Ég nota þennan daglega og hann endist lengi. Hann fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Daríu.

Milk Makeup grunnurinn er notaður til að fylla í húðholur , gera hana matta og jafna út húðina. Ég nota hann á hverjum einasta degi og á einn auka óopnaðann. Því miður fæst Milk Makeup ekki á Íslandi. Ég fékk minn í Sephora.


Baugafelari ársins – Becca Under Eye Brightening Corrector

Þessi vara sló örugglega vinsældamet, enda er hún geggjuð. Ég nota hana alltaf á undir farða til að fela baugana. Hún fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Daríu.

becca-under-eye-brightening-corrector-light-to-medium-by-becca-86c


Farði ársins – Estée Lauder Double Wear Foudation

Einn besti farði sem ég hef prófað. Hann helst endalaust á. Ég vann 12 tíma vaktir í sumar og hann haggaðist ekki. Ég mæli svo mikið með. Farðinn fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Beautybox.

2309433


Hyljari ársins – Tarte Shape Tape & Estée Lauder Double Wear Concealer*

Ég get ekki valið á milli þessara tveggja.

Tarte hyljarinn er með mikilli þekju og ég nota hann þegar ég er að fara eitthvað fínt. Ég keypti minn á http://www.tarte.com.

Estée Lauder hyljarinn er léttari og ég nota hann mjög oft einn og sér, þegar ég er ekki með farða. Hann fæst HÉR inná netverslun Beautybox.


Púður ársins – Rimmel Stay Matte

Þetta er mitt uppáhalds alltaf. Ég enda einhvernveginn alltaf í því og ég á alltaf til eitt auka óopið. Ég nota það á hverjum einasta degi. Klárlega besta púðrið og á góðu verði. Það fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Beautybox.

download


Sólarpúður ársins – Hourglass Ambient Lighting Bronzer

Þetta er ein fallegasta vara sem ég hef átt. Pakkningarnar og þessi áferð er eitthvað allt annað. Ég gjörsamlega elska þetta sólarpúður. Því miður fæst það ekki á Íslandi. Ég keypti mitt í Sephora.

hou005_hourglasscosmetics_ambientlightingbronzer_diffusedbronzelight_1_1560x1960-tygj3


Kinnalitur ársins – Becca Mineral Blush: Songbird

Svo fallegur litur og hann gefur fallegan ljóma. Ég var svo ánægð með þennan kinnalit að ég keypti mér strax annan bleikari. Kinnalitirnir frá Becca eru æði. Hann fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Daríu.

becca_songbird001


Ljómapúður ársins – Anastasia Amrezy Highlighter

Ég notaði þennan endalaust á þessu ári. Hann er guðdómlega fallegur. Hann fæst HÉR inná netverslun Nola.

2523798


Maskari ársins – L’Oréal Paradise Mascara

Ég er á þriðja mínum núna og mér finnst hann æði. Hann er á mjög góðu verði og gæðin mjög góð. Ég held að hann sé kominn í nýjar pakkningar. Hann fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups.

4507553


Varagloss & Varasalvi ársins – Becca Liputive Gloss* & Moroccanoil lip balm

Ég er ekki mikið fyrir varaliti og nota því oftar gloss. Þessi gloss frá Becca hef ég notað ótrúlega mikið. Hann er ekki klístraður og liturinn aðlagast að þínum vörum. Hann var limited edition og ég er ekki viss um að hann fáist lengur.

Þessi varasalvi sló í gegn hjá mér, þegar hann kom út. Hann er svo rakagefandi og ég nota hann á hverjum degi. Hann fæst í fríhöfninni og líklega á einhverjum snyrtistofum.


Ég vona að ykkur fannst þessi færsla skemmtileg.

Njótið það sem eftir er af árinu og megi 2019 færa ykkur hamingju og gleði.

Takk fyrir árið elsku lesendur.

Fireworks Display countdown Happy new year 2019 4k

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s