DÁSAMLEG TVENNA

Þessi færsla er ekki kostuð // Vörurnar sem fjallað er um voru sendar greinarhöfundi að gjöf

Mig langar að segja ykkur frá tvennu sem ég hef verið að nota síðastliðnar 3-4 vikur. Vörunar eru báðar frá Glamglow og þær virka ótrúlega vel saman!

Ég finn mikinn mun á húðinni minni eftir að ég byrjaði að nota þessa tvennu og húðin mín er búin að vera í svo góðu jafnvægi síðustu vikur.

En þessi tvenna inniheldur Glamglow Waterburst rakakremið og Glamglow Starpotion olíuna.

img_8252-1

Waterburst rakakremið er létt og vatnskennt sem gefur húðinni raka í allt að 72klst. Ég notaði kremið mikið í sumar eitt og sér og ég skrifaði færslu um það HÉR.

Þegar ég sá að Glamglow gaf út sína fyrstu olíu þá varð ég sko að eignast hana líka auðvitað. Starpotion olían veitir húðinni raka, ver hana gegn mengun og fyllir hana af andoxunarefnum. Olían inniheldur Turmeric, kol, Aloe Vera, C-vítamín og Salicylic sýru.

Það er hægt að nota þessar vörur saman og eitt og sér. Ég nota þær saman á kvöldin og set smá af rakakremi og blanda 2-3 dropum af olíu við. Ég vakna með silkimjúka húð daginn eftir. Ég nota einnig Waterburts rakakremið eitt og sér á daginn.

img_8258

Ég mæli 1000% með þessum vörum.

Glamglow fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og einnig á netverslun Beautybox. HÉR færðu Waterburst rakakremið & HÉR færðu Starpotion olíuna.

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s