CURRENT WINTER BEAUTY FAVES

Þessi færsla er ekki kostuð // Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

Í dag ætla að deila með ykkur snyrtivörum sem hafa verið að virka svo vel á húðina mína í þessum kulda. Húðin mín er búin að vera í ótrúlegu góðu jafnvægi síðan kuldinn kom. Þetta eru allt vörur sem ég nota daglega og eru rakagefandi fyrir húðina.

Screenshot 2019-02-03 at 15.54.51.png

Becca Hydra-Mist Set & Refresh Powder – Þetta púður er orðið uppáhalds núna. Þetta er rakagefandi púður og áferðin á því er mjög spes. Ég nota það undir augun og á allt andlitið. Mér finnst best að setja það á með rökum svamp. Púður og raki í sömu vörunni finnst mér algjör snilld! Púðrið fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Daríu og einnig í verslun þeirra í Firðinum, Hafnafirði.

Body Shop Chinese Ginseng & Rice Clarifying Polishing Mask – Ég elska maskana frá Body Shop og þessi var lengi á óskalistanum. Ég fékk hann í jólagjöf og ég hef ekki notað annað síðan ég fékk hann. Þetta er skrúbbmaski sem hreinsar, veitir ljóma, mýkir og nærir húðina. Maskinn fæst í Body Shop í Smáralind, Kringlunni og einnig HÉR inná netverslun þeirra.

*Clinique Rinse-Off Foaming Cleanser – Ég fékk deluxe prufu af þessum hreinsi á Clinique dögum og mér finnst hann æði. Ég nota hann með Clarisonic burstanum mínum. Hann freyðir og hreinsar húðina vel án þess að erta hana. Hreinsirinn er mildur og mér finnst líka kostur að það er ekki sterk lykt af honum. Hann skilur húðina eftir hreina og mjúka. Hann fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Lyfju.

Body Shop Chinese Ginseng & Rice Clarifying Milky Toner – Ég fékk þetta andlitsvatn úr sömu línu og maskinn, í jólagjöf. Mér finnst maskinn og andlitsvatnið vinna ótrúlega vel saman. Einnig nota ég andlitsvatnið daglega og mér finnst það mýkja húðina og gera hana bjartari. Andlitsvatnið fæst í Body Shop í Smáralind, Kringlunni og einnig HÉR inná netverslun þeirra.

First Aid Beauty Coconut Skin Smoothing Primer – Uppáhalds andlitsgrunnurinn minn þessa stundina. Ég gjörsamlega elska þetta. Þetta er s.s. primer og rakakrem í sömu vörunni. Ég nota vöruna sem andlitsgrunn og hún veitir húðinni góðan raka yfir daginn. Fæst HÉR inná netverslun Fotia.

*Glamglow Starpotion Charcoal Clarifying Oil – Um miðjan janúar, sagði ég ykkur HÉR frá tvennu sem ég elska. Ég nota s.s. þessa olíu og rakakremið frá Glamglow saman á kvöldin og húðin fyllist af raka og ég vakna með silkimjúka húð. Starpotion olían veitir húðinni raka, ver hana gegn mengun og fyllir hana af andoxunarefnum. Olían inniheldur Turmeric, kol, Aloe Vera, C-vítamín og Salicylic sýru. Olían fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Daríu og einnig í verslun þeirra í Firðinum, Hafnafirði.

L’Occitane Almond Shower Oil – Ég fékk mér jóladagatal frá L’Occitane í fyrra og þá kynntist ég þessari vöru. Ég hafði heyrt mjög góða hluti um hana og allir dásama hana. Ég skil svo sannarlega afhverju. Þetta er sturtuolía sem er dásamleg. Hún lyktar svo vel og maður finnur strax að olían fer inní húðina og svo lyktar maður svo vel! Ég fékk deluxe prufu úr dagatalinu og mun sko klárlega kaupa mér í fullri stærð á næstunni.  L’Occitane vörurunar fást í L’Occitane búðinni í Kringlunni.

*Glamglow Waterburst Glow Moisturizer – Þetta er rakakremið sem ég nota með olíunni sem ég nefndi hér fyrir ofan. Þetta er vatnskennt rakakrem sem veitir húðinni raka í allt að 72 klst. Ég nota það eitt og sér á daginn og svo nota ég það með Starpotion olíunni á kvöldin. Rakakremið fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Daríu og einnig í verslun þeirra í Firðinum, Hafnafirði.

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s