Farða Föstudagur // Top 5

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

Þegar kemur af förðum, þá er ég mjög picky. Eins gaman og mér finnst að prófa nýja farða þá er það oft þannig að það hentar ekki allt öllum.

Ég vil að farðinn haldist vel á húðinni og gefur ágætlega góða þekju.

Í dag ætla ég að deila með ykkur mínum top 5 förðum bæði í ódýrari og dýrari kantinum. Ég skiptist mikið á milli þessara farða. 

 

screenshot-2019-02-22-at-11.27.08

Estée Lauder Double Wear*- Þetta er minn uppáhalds farði og fékk hann titilinn, Farði Ársins hjá mér. Hann helst endalaust lengi á og gefur húðinni fallega áferð. Hægt er að setja létt lag af farðanum og byggt þekjuna upp. Hann gefur alveg fulla þekju ef það er unnið með hann rétt. Farðinn hentar öllum húðtegundum. Farðinn er í dýrari kantinum en hann endist lengi, þú þarft ekki mikið af honum. Estée Lauder fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR færðu farðann inná netverslun Beautybox.

Maybelline Fit Me Matte&Poreless – Þessi farði er æðislegur hversdagsfarði. Hann þornar mattur og hann þurrkar ekki upp húðina. Ég myndi segja að þekjan í honum er létt til miðlungs. Hann er á mjög góðu verði og hentar mjög vel sem dagsfarði. Ég mæli með þessum farða fyrir þær sem eru með olíumikla og blandaða húð. Maybelline fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups.

Mac Studio Fix Fluid*- Þennan farða prófaði ég fyrsta skiptið í byrjun október í fyrra. Ég byrjaði ekki að nota hann almennilega fyrr en í desember. Áferðin er svo falleg og hann helst mjög vel á húðinni. Hann er með miðlungsþekju sem hægt er að byggja upp. Ef þið eruð viðkvæm fyrir sterkri lykt þá hentar hann ykkur líklegast ekki. Það er soldil lykt af honum, en hún fer ekkert í mig. Farðinn fæst í Mac Kringlu og Smáralind. 

L’Oréal Infallible Stick – Þessi farði kom skemmtilega á óvart. Ég varð auðvitað að prófa hann eftir að Camý dásamaði hann. Hann er léttur og fallegur. Það sem kom mér mest á óvart var, hvað það er auðvelt að blanda honum út. Hann er kremaður og það er svo auðvelt að vinna með hann. Ég hef átt aðra stiftfarða sem ég get ekki notað því það er svo erfitt að blanda þeim út. Þessi farði er algjör snilld sem hverssdags og hentar hann öllum húðtegundum. Hann er á mjög góðu verði og fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups.

Too Faced Born This Way – Þessi er orðinn soldið mikið uppáhalds. Hann helst ótrúlega vel á húðinni og er með fallegri áferð. Farðinn er með fulla þekju og hann verður ekki kökulegur á húðinni. Hann er olíulaus og hentar öllum húðtegundum. Því miður fæst hann ekki á Íslandi en ég keypti minn í Sephora erlendis. Þú getur lesið meira um farðann HÉR.

 

 

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

..E

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s