Maska Mánudagur // Top 5

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

Þar sem Farða Föstudags færslan mín fékk svo góð viðbrögð þá ákvað ég að halda áfram með dagaþema. HÉR getur þú lesið síðustu færslu.

Í dag ætla ég að deila með ykkur mínum top 5 möskum. Ég verð að viðurkenna að það var mjög erfitt að velja bara 5 maska. Ég elska að prófa nýja maska og er safnið mitt alveg frekar stórt.

Þetta eru allt maskar sem ég nota reglulega og sem ég mæli með.

Screenshot 2019-03-01 at 19.17.16.png

Glamglow Supermud – Það ætti ekki að koma neinum á óvart að þessi sé á listanum. Án efa besti hreinsimaski sem ég hef prófað. Ég er búin að fara í gegnum 8 krukkur! Maskinn er í dýrari kantinum, en hann er algjörlega þess virði. Fyrir mig er alveg nóg að setja hann á T-svæðið og hann endist mér vel. Hann hreinsar mjög vel úr húðholum og djúphreinsar húðina vel. Ég mæli með að nota rakamaska eftir þennan hreinsimaska. Hann fæst í snyrtivörudeildum Hagkaups, HÉR inná netverslun Daríu og HÉR inná netverslun Beautybox.

Skyn Iceland Hydro Cool Firming Eye Gels – Ég elska þessa augnmaska. Þetta er svo mikil snilld þegar maður er með mikla bauga og þrútin undir augum. Við eigum nú flest öll svoleiðis daga. Augnmaskinn dregur úr baugum, stinnir og kælir. Ég mæli mikið með! Þú færð augngelin HÉR inná netverslun Beautybox.

Origins Drink Up Intensive – Þetta er næturmaski, sem veitir húðinni raka alla nóttina. Ég verð svo fersk og mjúk í húðinni eftir hann. Maskinn er borinn á eins og rakakrem. Ég nota þennan rakamaska oftast með Glamglow Supermud hreinismaskanum. Alveg frábær tvenna! Rakamaskann færðu í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Beautybox.

Muddy Body Detox* – Annar æðislegur hreinsimaski. Þessi maski er djúphreinsandi í duftformi. Ein teskeið á móti smá vatni. Kosturinn við maska í duftformi er að þeir endast mun betur. Þessi maski minnkar húðholur, losar húðina við óhreinindi, eiturefni og bakteríur. Einnig vinnur hann á móti fílapenslum og bólum. Þessi hreinsimaski er 100% náttúrulegur og einnig Vegan. Hann er mildari heldur en Glamglow Supermud. Þú færð maskann HÉR inná netverslun Daríu og einnig í verslun þeirra í Firðinum, Hafnafirði.

Body Shop Chinese Ginseng & Rice Clarifying Polishing Mask – Þetta er skrúbbmaski sem hreinsar, veitir ljóma, mýkir og nærir húðina. Hann er mildur og ertir ekki húðina. Mér finnst ég verða extra mjúk og ljómandi eftir þennan maska. Ég fékk hann í jólagjöf og ég er búin að nota hann mikið síðan ég fékk hann. Maskinn fæst í Body Shop í Smáralind, Kringlunni og einnig HÉR inná netverslun þeirra.

 

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s