UPPÁHALDS FRÁ GLAMGLOW

Færslan er unnin í samstarfi við Glamglow Ísland // Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

Í tilefni þess, að dagana 14-20.mars verður Smashbox X Glamglow kynning í Hagkaup Kringlu og Smáralind plús 20% afsláttur af öllum Smashbox og Glamglow vörum, þá langaði mig að deila með ykkur mínum uppáhalds vörum frá Glamglow.

Glamglow er eitt af mínu uppáhalds merkjum enda er það mjög vinsælt og flott merki. Það sem heillar mig mest við vörurnar frá merkinu er hvað þær virka ótrúlega vel á húðina mína og svo finnst mér pakkningarnar sturlað flottar.


11755305-2784587235460550.jpgINSTAMUD*

Þessi vara er svo mikil snilld. Hreinsimaski sem hreinsar húðina á 60sek, já þið heyrðuð rétt. Mér finnst æði að nota þennan þegar mig vantar “quick fix“ fyrir húðina. Maskinn skilur húðina eftir hreina og silkimjúka.


s2142867-main-zoomTROPICALCLEANSE

Ég er alltaf að verða hrifnari og hrifnari af þessum hreinsi. Þetta er andlitshreinsir sem inniheldur mild skrúbbkorn. Hann djúphreinsar húðina án þess að erta hana. Hreinsinn má nota daglega og hentar hann öllum húðtegundum.


UK200023669_GLAMGLOWSTARPOTION*

Andlitsolía sem veitir húðinni raka, ver hana gegn mengun og fyllir hana af andoxunarefnum. Olían inniheldur Turmeric, kol, Aloe Vera, C-vítamín og Salicylic sýru. Mér finnst æði að blanda 2-3 dropa útí rakakremið mitt á kvöldin.


UK200020915_GLAMGLOWGALATICLEANSE* 

Ef þú ert með þurra húð þá verðuru að eignast þennan hreinsir. Þetta er hlaupkenndur andlitshreinsir sem verður að mjólkurkenndum hreinsi þegar hann kemst í snertingu við vatn. Farðinn bráðnar af húðinni og hún verður silkimjúk. Ég hef aldrei prófað hreinsi sem skilur húðina eftir svona mjúka eins og þessi gerir.


allure-rca-2017-glamglow-supermud-reviewSUPERMUD

Þið vitið alveg að þetta er uppáhalds hreinsimaskinn minn. Ég tala aldrei nógu oft upp þennan. Ég er búin að fara í gegnum slatta af krukkum og ég á alltaf til back-up. Maskinn hreinsar vel úr húðholum, kemur í veg fyrir bólur og umfram olíu. Maskinn endist mér mjög vel þar sem ég nota hann einugis á T-svæðið mitt.


p433152-av-01-zoom         GLOWPOWDER* 

Þetta er fyrsta pallettan sem Glamglow gefur út. Hún er svo falleg og pakkningarnar eru eitthvað annað. Ég týmdi ekki að nota hana fyrst því mér fannst hún svo falleg haha. Hún inniheldur þrjá fallega liti af ljómapúðrum. Ég nota mest miðju litinn, svo nota ég hina litina sem augnskugga.


91GfoL-VOfL._SY355_  BUBBLESHEET 

Þetta er grímumaski sem hreinsar húðina og inniheldur grænt te. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi maski svo skemmtilegur. Hann búbblar þegar gríman er sett á. Hann skilur húðina eftir hreina og ljómandi.


glamglow-waterburst-hydrated-glow-moisturizer         WATERBURST*

Létt og vatnskennt rakakrem sem veitir húðinni raka í allt að 72klst. Ég er nýbúin að klára dollu af þessu kremi og ég svoleiðis skrapaði úr henni. Ég notaði kremið bæði eitt og sér á daginn og einnig sem næturkrem með Starpotion olíunni.


Ég mæli svo sannarlega með því að kíkja á þessa flottu kynningu í Hagkaup Kringlu og Smáralind. Það verður einnig 20% afsláttur af Glamglow vörum í Hagkaup Akureyri og Hagkaup Garðabæ.

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s