Kinnalita Miðvikudagur

Þessi færsla er ekki kostuð // Ég keypti allar vörur sjálf

Já, það er loksins komið að nýrri færslu!

Það er svo sannarlega búið að vera mikið að gera hjá mér og mikið í gangi og ég fór í svona hálfgerða lægð. Ég er öll að koma til baka og hlakka ég mikið til sumarsins!

Ég elska að prófa nýja kinnaliti og mér finnst kinnalitur algjört möst í mína förðunarrútínu. Við erum jú öll misjöfn eins og við erum mörg og sumum finnst kinnalitir ekki fara þeim. Það er líka bara allt í lagi.

Í dag ætla ég að deila með ykkur mínum uppáhalds kinnalitum.


becca_songbird001becca_flowerchild001BECCA – Songbird & Flowerchild blush

Becca eru með æðislega kinnaliti og þessir tveir eru í uppáhaldi hjá mér. Eins og þið sjáið þá eru þeir ólíkir en báðir ótrúlega fallegir. Þeir eru báðir með smá shimmer í og gefa fallegan ljóma. Becca fæst í snyrtivöruverslunum Hagkaups, HÉR inná netverslun Daríu og í verslun þeirra í Firðinum, Hafnafirði og HÉR inná netverslun Beautybox.


10552558-1361800643-374200 BENEFIT – Coralista blush

Þessi er kinnalitur frá Benefit er mjög klassískur og vinsæll. Hann er ótrúlega sumarlegur og gefur húðinni fallegan ljóma. Ég keypti minn í Sephora. Því miður þá fæst hann ekki á Íslandi. HÉR getur þú lesið nánar um kinnalitinn.


mac-matte-powder-blush-melba-700x700MAC – Melba blush

Þennan kinnalit frá MAC nota ég sem spari. Hann er bleiktónaður og mattur og kemur ótrúlega fallega út. MAC vörurnar færðu í MAC Smáralind og MAC Kringlunni.


toofaced_lovehangover001toofaced_iwillalwaysloveyou001 Too Faced – Love Hangover & I Will always love you blush

Þessir kinnalitir frá Too faced voru mínir fyrstu kinnalitir frá Sephora. Þeir eru báðir ótrúlega fallegir og það er smá ljómi í þeim. Því miður fást þeir ekki á Íslandi. HÉR getur þú lesið nánar um kinnalitina.


BC_98905_800x800_0BECCA – Khloe’s bff’s palette

Ég bara varð að setja þessa með þar sem ég nota kinnalitina svo mikið. Ég elska þá og alla pallettuna! Þeir eru með ótrúlega fallegum ljóma og ég nota oft ljósari kinnalitinn sem svona “topper“ yfir annan kinnalit. Mér finnst öll pallettan standast undir væntinum og ég elska allt í henni. Það eru ennþá til nokkur eintök HÉR inná netverslun Daríu, já þið heyrðuð rétt. Ég myndi hafa hraðar hendur þar sem hún selst hratt.


 

Ég vona að þið eigið frábæra viku og takk fyrir að lesa!

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s