Skincare Sunnudagur

Þessi færsla er ekki kostuð // Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

Gleðilegt sumar elsku vinir!

Ég trúi því ekki hvað tíminn er fljótur að líða. Mér finnst eins og jólin voru í gær.

Eins og er, þá er ég stödd í próflestri eins og svo margir aðrir. Þannig sumarfríið mitt frá skólanum byrjar 8.maí, lokins. Ég get ekki beðið. Ef þú ert á sama stað og ég, að læra endalaust fyrir próf, gangi þér súper vel!

Í dag ætla ég að deila með ykkur uppáhalds húðvörunum þessa stundina. Ég er búin að breyta soldið húðrútínunni minni og húðin mín hefur aldrei verið betri!


588837430_588838870_1_720x928*Clinique Dramatically Different Hydrating Jelly

Þessi vara er komin til að vera. Ég nota hana á hverjum einasta degi. Þetta er létt vatnsgel sem veitir húðinni raka í 24 klst og verndar hana gegn óhreinindum. Það er hægt að nota gelið á marga vegu. Ég nota það t.d. eitt og sér sem rakakrem, ég blanda því líka mjög oft útí ljómakrem og svo hef ég einnig blandað því í farða til að fá léttari þekju. Gelið er ekki klístrað á húðinni heldur verður húðin ótrúlega mjúk. Það smýgur strax inn. Ég mæli mikið með og það endist líka mjög vel. Clinique gelið færðu HÉR inná netverslun Lyfju og einnig í snyrtivörudeildum Hagkaups.


11858059-1534617054021708Glamglow Tropical Cleanse

Eigum við að ræða þessar geggjuðu pakkingar?! Ég er svo hrifin af þessum hreinsi. Þetta er mildur kornhreinsir sem hreinsar húðina án þess að erta hana. Það má nota hann daglega og hann hentar öllum húðgerðum. Ég er búin að nota minn nánast á hverjum degi síðan ég fékk hann. Ég mæli með! Hreinsirinn er uppseldur á nokkrum síðum en hann fæst HÉR inná netverslun Fotia.


tmp_cyMX4c_98559ee55d685ed9_Glamglow-Good-Bed-Skin-Softening-Cream-Review     *Glamglow Good In Bed 

Þetta er dásamlegt næturkrem sem gefur ótrúlega mikinn raka. Ég nota þetta á hverju kvöldi og mér finnst eins og ég sé að setja næturmaska á mig. Stundum blanda ég 2-3 dropum af Starpotion olíunni við frá Glamglow. Ég vakna með silkimjúka húð daginn eftir. Ef þú ert með þurra/mjög þurra húð þá er þetta krem alveg tilvalið. Fyrir þær sem eru með olíumikla húð, gæti þetta verið of þykkt og feitt krem. Kremið inniheldur mildar skrúbbsýrur og Hyaluronic Acid sem þéttir húðina. Þú færð næturkremið HÉR inná netverslun Daríu og einnig í verslun þeirra í Firðinum, Hafnafirði, HÉR inná netverslun Beautybox og einnig í snyrtivörudeildum Hagkaups.


COC FACE-750x750The Body Shop Coco Calming Face Mist

Þetta andlitsprey nota ég á kvöldin áður en ég fer að sofa. Þetta hefur róandi áhrif og veitir húðinni raka og frískleika. Mér finnst lyktin dásamleg og það er eitthvað við það að spreyja þessu á sig áður en farið er uppí rúm. Þú færð andlitspreyið HÉR inná netverslun Body Shop og einnig í verslun þeirra í Smáralind og Kringlu.


304984_10143482_400_400_2Glamglow Glowstarter: Nude Glow

Þetta rakakrem er ég farin að nota sem dagkrem. Það er fallegur ljómi í því og það veitir góðan raka yfir daginn. Combóið mitt þessa dagana er að nota þetta rakakrem og ein pumpa af Clinique jelly við. Kremið er til í þremur litum, ég nota litinn nude glow. Kremið færðu HÉR inná netverslun Daríu og einnig í verslun þeirra í Firðinum, Hafnafirði, HÉR inná netverslun Beautybox og einnig í snyrtivörudeildum Hagkaups.


SD_07_T23_4712F_NC_X_EC_1    Skyn Iceland Nordic Skin Peel 

Þetta er algjör undravara. Síðan ég byrjaði að nota hana þá hef ég alltaf keypt aftur. Þetta eru skífur sem skrúbba húðina og hjálpa við endurnýjun hennar. Ég sá strax mun á húðinni minni eftir að ég byrjaði að nota þessar skífur. Ég er á þriðju dollunni núna. Ég mæli 1000% með. Skífurnar fást HÉR inná netverslun Beautybox.


Ég vona að þið eigið frábæra viku og takk fyrir að lesa!

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s