Þessi færsla er ekki kostuð // Ég keypti allar vörur sjálf
Já það má segja að tíminn sé ansi fljótur að líða! Maí mánuður er bara að klárast takk fyrir.
Þessi mánuður er búinn að vera dásamlegur. Veðrið er alveg búið að vera uppá 10 hérna á Suðurnesjunum. Svo er alveg frábært að vera komin í sumarfrí frá skólanum.
Ég er viss um að við fáum gott sumar í ár. Við eigum það skilið!
Í dag ætla ég að deila með ykkur vörum sem ég pantaði mér af sephora í apríl. Mamma og pabbi fóru til LA og auðvitað varð ég að næla mér í eitthvað.
Drunk Elephant – T.L.C. Sukari Babyfacial™ Mask
Þennan maska splæsti ég loksins í. Hann er búinn að vera á óskalistanum lengi. Ég er tvisvar búin að nota hann og hann lofar mjög góðu. Þegar ég prófaði hann í fyrsta skiptið, sveið mér pínu undan honum, enda er hann sterkur. En ég hef hann þá bara 10 mín á, í stað 20 mín. Húðin verður ótrúlega mjúk eftir hann. Hann minnkar húðholur, sléttir húðina, litaleiðréttir hana, minnkar fínar línur og kemur í veg fyrir hrukkur. HÉR getur þú lesið nánar um maskann.
Fenty Beauty – Pro Filt’r Instant Retouch Setting Powder
Þetta er mín fyrsta vara frá Fenty Beauty. Þetta er andlitspúður í lausu formi. Ég keypti litinn ‘Banana’ sem er fyrir ljósa til dökka húð. Ég er búin að prófa það og mér líkar það mjög vel. Það er létt og áferðin er falleg. Pakkningarnar eru svo geggjaðar og þetta er ótrúlega vegleg vara. Þú færð mikið fyrir peninginn. HÉR getur þú lesið nánar um púðrið.
Anastasia Beverly Hills – Dipbrow Gel
Þetta augabrúnagel er strax orðið uppáhalds. Ég nota það daglega og mér líkar það ótrúlega vel. Það tók mig smá tíma að læra á vöruna og ég var smá klaufi með hana í byrjun, setti of mikið og það var smá klessuverk. En ég gaf henni sjéns og ég lærði á hana. Ég tók litinn ‘Medium Brown’ sem hentaði mér fullkomnlega. HÉR getur þú lesið nánar um augabrúnagelið.
Peace Out – Acne Healing Dots
Bóluplástrar, jebb ég varð að prófa það. Ég hafði ekki heyrt mikið um þetta merki né þessa vöru, en mér fannst eitthvað spennandi við þetta. Þetta eru semsagt bóluplástrar og ég er ekki að grínast, en þeir virka. Ég hef notað þetta þrisvar og ég set plásturinn beint á bóluna og sef með hann. Bólan hverfur auðvitað ekki, en plásturinn dregur úr bólgunni og þurrkar bóluna. Mér finnst þetta algjör snilld. HÉR getur þú lesið nánar um vöruna.
Benefit Cosmetics – Big Bad Deal Bang Mascara Duo
Ég er mjög hrifin að möskurunum frá Benefit og ég var mjög spennt fyrir þessum. Ég er ekki enn búinn að prófa en hlakka mikið til. Hann á að haldast á í allt að 36klst og lengir og þykkir augnhárin. HÉR getur þú lesið nánar um maskarann.
Isle of Paradise – Self-Tanning Water
Þetta er brúnkusprey á líkamann. Þetta voru frekar random kaup, en ég sá stelpu úr Bachelor sýna þetta á instagram og mér fannst þetta mjög spennandi. Ég er ein af þeim sem er algjör klaufi að nota brúnkufroðu. Ég er búin að prófa þetta einu sinni og þetta er bara mjög sniðugt fyrir klaufa eins og mig. Ég spreyja þessu á líkamann og nudda kvöldið áður og vakna svo mega brún. Það er góð lykt af þessu og liturinn er mjög fallegur. Ég tók litinn ‘Dark’. HÉR getur þú lesið nánar um brúnkuspreyjið.
Benefit Cosmetics – Goof Proof Brow Pencil Easy Shape & Fill
Nú hef ég notað Anastasia brow definer í mörg ár, en ákvað loksins að prófa eitthvað nýtt. Ég er mjög ánægð með þessa vöru. Það var smá skrýtið að venjast öðrum augabrúnablýanti en það venst. Ég tók lit nr 4 (warm deep brown). HÉR getur þú lesið nánar um vöruna.
Milk Makeup – Hydro Grip Primer Mini
Eins og þið ættuð að vita þá elska ég Blurr Stick frá Milk Makeup. Það er minn uppáhalds pore-filling primer. Ég ákvað að kaupa mini af þessum nýja primer frá þeim. Ég verð að segja að lyktin af honum er mjög sterk og fer smá í mig. En primerinn sjálfur virkar vel og þegar hann þornar þá er áferðin smá klístruð, en eins og honum er lýst sem “gripping primer“ þá á hann að grípa farðann og halda honum á allan daginn. HÉR getur þú lesið um vöruna nánar.
Tatcha – The Silk Canvas Protective Primer Mini
Ég splæsti loksins í þennan. Ég keypti samt bara mini útgáfuna til að athuga hvort hann sé þess virði. Hann er búinn að vera lengi á óskalistanum. Ég er ekki alveg búin að prófa hann nógu oft til þess að segja mína skoðun á honum. En húðin verður mjög mjúk og það þarf lítið magn af honum. HÉR getur þú lesið nánar um vöruna.
Hourglass – Veil™ Translucent Setting Powder
Loksins eignaðist ég þetta púður. Það er búið að vera lengi á óskalistanum. Ég er ekki ennþá búin að prófa það. Satt að segja þá tími ég varla að opna það, það er svo fallegt. Pakkningarnar eru gullfallegar enda er Hourglass þekkt fyrir fallegar og góðar vörur. Ég er mjög spennt að prófa það. HÉR getur þú lesið nánar um vöruna.
Ég vona að þið eigið yndislega viku og takk fyrir að lesa.
Þangað til næst!
-Karen Friðriks
Instagram: karenfridriks
Hvernig gastu pantað af Sephora? Ég reyndi um daginn en þeir vildu ekki taka íslenskt kreditkort 😦
Eða ég gat sett in kreditkortanúmerið en þegar ég ætlaði að setja inn mitt nafn og land fyrir kreditkortið (billing address, ekki shipping address) þá var ekki í boði að velja Ísland. Væri mjööög til í að geta pantað og sent til fjölskyldumeðlims sem býr í USA 🙂
Líkar viðLíkar við
Hæhæ,
Ég borga alltaf með paypal. Hef einmitt séð að sephora tekur ekki við íslenskum kortum eða íslenskum billing addressum. Ég hef það sama í shipping og billing address á sephora pöntuninni en hef svo mínar upplýsingar á paypal aðgangnum mínum 🙂
Líkar viðLíkar við