SKINCARE RÚTÍNA

Þessi færsla er ekki kostuð // Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf

Hæhæ elsku vinir!

Það er langt síðan síðast og verð ég að viðurkenna að ég var farin að sakna þess að blogga. Ég ákvað að taka mér smá sumarpásu og njóta þess að vera til og njóta tímans með fjölskyldunni og vinum.

Núna er sumarið bara á enda á og skólinn minn byrjar í næstu viku. Tíminn líður alltof hratt.

Í dag ætla ég að deila með ykkur minni húðrútínu. Húðin mín er búin að vera í góðu jafnvægi og ég er mjög ánægð með rútínuna mína eins og er.


11768510-1544580752037352Clinique Hydrating Jelly*

Þetta gel er svo mikil snilld. Ég nota það á hverjum morgni. Þetta er létt vatnsgel sem veitir húðinni raka og ver hana gegn óhreinindum. Ég nota gelið eitt og sér og einnig blanda ég því við ljómakrem ef mig langar í meiri ljóma yfir daginn. Ég mæli mjög mikið með! Þú færð gelið HÉR inná netverslun Lyfju og einnig í snyrtivörudeildum Hagkaups.


11144741-9024614137417115  Clinique Moisture Surge*

Þetta er án efa besta rakakrem sem ég hef prófað. Það smýgur strax inní húðina og heldur henni raka í allt að 72 klst. Ég nota það á hverju kvöldi. Þú færð kremið snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Lyfju.


81oSjV6x8kL._SY355_St. Ives Apricot Scrub

Besti andlitsskrúbbur sem ég hef fundið. Ég hef notað hann í mörg ár. Ég er alltaf með hann í sturtunni og nota hann annan hvern dag. Húðin verður silkimjúk. Ég kaupi hann alltaf í Bandaríkjunum en ég held að hann fáist í Costco.


11959041-1584633909478148Glamglow Gentlebubble Cleanser*

Þessi hreinsir er að koma mér á óvart. Ég nota hann í sturtunni á hverju kvöldi. Hann er  mildur og ertir ekki húðina. Hann freyðir vel og mér finnst gott að nota hann með Clarisonic burstanum mínum. Þú færð hreinsinn í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Daríu og einnig í verslun þeirra í Firðinum, Hafnafirði.


1b88917b0876a26b63cd9636394dfbfbClarisonic Mia 2

Þessi bursti er alveg ómissandi í mína húðrútínu. Ég fékk hann í jólagjöf fyrir 2-3 árum síðan og ég hef nánast notað hann uppá dag síðan. Hann er vatnsheldur og má því fara með hann í sturtu. Mér skilst að Clarisonic fæst ekki lengur á Íslandi því miður.


UK200023987_GLAMGLOWGlamglow Supertoner*

Þetta andlitsvatn er orðið uppáhalds hjá mér. Það inniheldur virkjuð kol og 6 sýrur sem endurnýja húðina og gefur henni ferskt útlit. Ég nota það alltaf á kvöldin eftir að ég er búin að þrífa húðina. Húðin verður ótrúlega mjúk og hrein. Þú færð andlitsvatnið í snyrtivörudeildum Hagkaups og HÉR inná netverslun Daríu og einnig í verslun þeirra í Firðinum, Hafnafirði.


Ég vona að ykkur fannst þessi færsla skemmtileg. Mér finnst svo gaman að deila með ykkur vörum sem virka mjög vel fyrir mig. Húðin mín hefur aldrei verið betri og ég er mjög ánægð með rútínuna mína.

Eigið yndislega viku og takk fyrir að lesa.

 

 

Þangað til næst!

-Karen Friðriks

Instagram: karenfridriks

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s